Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 9 hafði hann boðið sig fram fyrir Samfylkinguna í SV-kjördæmi sat hann á þingi sem varaþing- maður nokkrum sinnum á árunum 2007 til 2009. Hann sagði sig úr Framsóknarflokknum árið 2011 og starfaði sem þingmaður utan flokka þar til hann stofnaði Bjarta framtíð (BF). Heiða Kristín Helgadóttir birti yfirlýsingu á vefsíðu sinni 15. desember 2014 um að hún ætlaði að „sleppa takinu, hleypa öðrum að og freista þess að hafa áhrif á samfélagið með öðrum hætti […] og hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum um sinn“. Hætti hún sem stjórnar- formaður BF og var kynnt að hún mundi blása nýju lífi í þjóðfélagsumræður á Stöð 2. Þau áform urðu að engu. Guðmundur Steingrímsson sagði þegar hann fór að kröfu Heiðu Kristínar um afsögn að hann vildi að formannskeflið gengi milli manna í flokknum á sex mánaða fresti enda væri slík skipan í ráðherraráði Evrópusambandsins, þar skiptust ríki á að hafa formennsku. Hann féll síðan frá þessari tillögu. Laugardaginn 5. september 2015 var Óttarr Proppé, alþingismaður og sam- starfsmaður Jóns Gnarrs í borgarstjórn, kjörinn flokksformaður. Á ruv.is var haft eftir Guðmundi 22. ágúst 2015 að hann yrði „helvíti flottur óbreyttur þingmaður“ og hann taldi „að þrátt fyrir gagn- rýni Heiðu Kristínar muni starf þingflokksins ganga vel og segir að allir séu í stuði“. Heiða Kristín sagði eftir afsögn Guðmundar: „Mér finnst að það hafi átt sér stað nauðsynleg hreinsun.“ Hreinsanir eru stundaðar innan einræðis- flokka. Gnarristar í Bjartri framtíð ganga hreint til verks. IV. Hinn 13. ágúst 2015 birtist viðtal við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, í Viðskiptablaðinu. Þá mældist flokkurinn með 12,2% fylgi en hinn 1. september 2015 var það komið niður í 9%, hafði ekki verið lægra í 15 ára sögu flokksins. Árni Páll sagði í viðtalinu við Viðskiptablaðið að fylgistap Samfylkingarinnar mætti að einhverju leyti rekja til svikinna loforða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Stóri áhrifavaldurinn“ hefði verið loforð ríkisstjórnarflokkanna um þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu. Í bæði skiptin hefðu orðið gríðarlegar fylgis- sveiflur og mikil fylgisaukning hjá þeim flokkum sem menn teldu standa fyrir eitthvað nýtt, fyrst Bjartri framtíð og í seinna skiptið Pírötum. Í formannskjöri á landsfundi Samfylkingarinnar í mars 2015 sótti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður að Árna Páli úr launsátri, aðeins munaði einu atkvæði að hún felldi formanninn. Í stað þess að segja af sér og stuðla að því að víðtæk samstaða næðist um eftirmann sem gætti leitt flokkinn af styrk ákvað Árni Páll að festa sig við stjórnvölinn og láta eins og sér tækist að stýra flokksstarfinu inn á lygnan sjó. Þetta hefur gjörsamlega mistekist. Flokkurinn er klofinn ofan í rót. Flokksmenn hafa gengið í þagnarbindindi og ræða ekki málefni hans fyrir opnum tjöldum. Eftir að könnunin sem sýndi 9% fylgið birtist sagði Árni Páll í útvarpsviðtali (á Bylgjunni 6. september 2015): „Auðvitað hefði ef til vill verið betra fyrir mig persónulega ef ég hefði tapað en ég vann og ég verð að axla þá ábyrgð á því að ég hef umboðið og þá skiptir máli hvað þú gerir við það. Ef ég teldi að ég væri vandamálið og að Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylk- ingarinnar með einu atkvæði. Í stað þess að segja af sér og stuðla að því að víðtæk samstaða næðist um eftirmann sem gætti leitt flokkinn af styrk ákvað Árni Páll að festa sig við stjórnvölinn og láta eins og sér tækist að stýra flokksstarfinu inn á lygnan sjó. Mynd: Magnus Fröderberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.