Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 57
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 55 annarri fundargerðinni segir starfandi formaður nefndarinnar orðrétt: „Ríkið vill friðþægja kröfuhöfum eins og auðið er.“ Bent hefur verið á að þessi ummæli urðu leiðarstef nefndarinnar og áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Höfundur innti Lilju Mósesdóttur, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, álits á því hvers vegna hún teldi að vinstristjórnin hefði sýnt svo mikla undanlátssemi gagnvart kröfuhöfum föllnu bankanna. Hún telur að meðal annars hafi verið vanþekkingu um að kenna. Þá hefðu völd embættismannakerfisins verið of mikil að hennar mati og fannst henni sem Þorsteinn Þorsteinsson hefði Steingrím J. Sigfússon „í vasanum“, en Þorsteinn var ráðgjafi stjórnvalda vegna samninga við kröfuhafa. Lilja bætir við: „Ýmsir utan stjórnmálanna höfðu mikil áhrif.“ Hún segir að þeirra á meðal sé Þórólfur Matthíasson prófessor sem hafi verið „eins og grár köttur“ í fjármálaráðuneytinu hjá Stein- grími. Þingmenn Vinstri grænna hafi lítt verið upplýstir um viðræðurnar við kröfuhafa: „Við héldum að það væri verið að semja um skuldalækkun til almennings.“ Þegar hún og fleiri þingmenn hafi spurst fyrir um málið hafi þeim ítrekað verið tjáð að þessi mál væru „á viðkvæmu stigi“ og við það sat. Þess má geta að í slitastjórn Kaupþings sat á þessum tíma Theódór Sigurbjörnsson, löggiltur endurskoðandi, sem verið hefur endurskoðandi reikninga Vinstri grænna frá stofnun. Höfundur hefur einnig borið þessi mál undir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Hann segir að kapp forystumanna flokksins að komast í ríkisstjórn hafi borið þá ofurliði. Stefnumálin hafi ekki verið afgreidd pólitískt innan þingflokks. Frá fyrsta degi minnihlutastjórnarinnar var ákveðið að ýmis mál, þar með talið samningar við kröfuhafa, skyldu leyst „faglega“ og „tækni- lega“ og áttu þá ekki lengur að vera pólitísk, þrátt fyrir að stjórnmálamenn gætu vitaskuld ekki varpað af sér pólitískri ábyrgð. Skipan utanþingsráðherranna hafi verið af þessum rótum runnin, en hún mun hafa verið afar umdeild innan Vinstri grænna. Jón bætir því við að þingmenn flokksins hafi ekki haft yfirsýn yfir hin „faglegu“ og „tæknilegu“ mál og verið kaf- færðir í skjalaflóði. Horfið frá Brussel-viðmiðunum Í kjölfar falls viðskiptabankanna haustið 2008 fékk ríkisstjórn Geirs H. Haarde því framgengt að stórveldin á meginlandi Evrópu settu svokölluð Brussel-viðmið, en í þeim fólst að tekið yrði tillit til fordæmalausra aðstæðna á Íslandi og tryggt að Íslendingar gætu endurreist efnahagskerfi sitt og fjármálakerfi um leið. Þá kæmi Evrópusambandið að lausn deilna um innstæðutryggingar. Brussel-viðmiðin urðu grundvöllur fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hér á landi, en þeim var ýtt til hliðar þegar minnihlutastjórnin tók við völdum. Athygli vekur að fáeinum dögum fyrir stjórnar- skiptin sagði Steingrímur J. Sigfússon í grein í Morgunblaðinu, og vísaði til álits lögfræðinga, að hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt Evróputilskipunum hefði aldrei verið að takast á við allsherjar bankahrun. Afstaða stjórnvalda var nú gerbreytt og gengið út frá því að Íslend- ingum bæri að greiða svokallaðar „Icesave- skuldir“. Í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde var Icesave- málið á könnu forsætis- og utanríkisráðuneyta og það undirstrikaði að litið væri á málið sem milliríkjamál, en ekki beinlínis viðræður um skuldauppgjör. Með nýrri ríkisstjórn var málinu komið á forræði fjármálaráðuneytis og Svavari Gestssyni, fyrrverandi formanni Alþýðubanda- lagsins, falið að annast það fyrir hönd fjármálaráðherra. Baldur Guðlaugsson hafði ver- ið fulltrúi fjármálaráðuneytis í viðræðunefndinni fyrir stjórnarskiptin, en Steingrímur J. skipaði Indriða H. Þorláksson í hans stað. Skipan Svavars vakti undrun margra, en hann átti að baki langan frama í forystusveit íslenskra sósíalista og var fyrstur þeirra til að hljóta sendi- herratign. Hann gegndi því embætti í Svíþjóð og Danmörku, en var fyrst skipaður ræðis- maður í Kanada. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í Lundúnum, hafði áður komið að Icesave-málinu og vekur athygli að hann var ekki fenginn til að sitja í samninganefndinni. Í utanríkisráðuneytinu töldu menn þó skýringu þessa vera að Svavar vildi ekki fá annan sendi- herra í nefndina til að draga ekki athyglina frá sér. Svavar ætlaði sér heiðurinn af „glæsilegri niðurstöðu“ málsins. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, brá mjög við þær fregnir að Svavari væri fengið þetta verkefni. Hún leit svo á að flokkurinn væri með þessu að halda því „pólitíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.