Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 35
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 33 saman lagt stund á að skera friðsama borgara á háls af því að þeim líkar ekki við þá. Nú geta bæði hryðjuverkamenn og friðsamari borgarar sem halda yfir landamærin farið hindrunarlaust áfram til þess lands innan ESB þar sem búseta kemur þeim best. Þar geta þeir síðan dvalist frjálsir og án eftirlits. Fyrr á árum litu Danir á þjóðfluthninga sem atburði löngu liðins tíma. Við lærðum um þá í skólanum – um Kimbra, Tevtóna, Gota og aðra germanska þjóðflokka sem héldu í suður og eyðilögðu Rómarríkið. Nú búum við sem betur fer við friðsam- legar aðstæður, er okkur sagt, her landsins stendur vörð um Dani og aðra evrópska ríkisborg- ara gegn ytri ógn og lögreglan gegn innri ógn. Auðvitað hefur komið til þjóðflutninga síðar. Fólk fluttist til Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu frá Evrópu, það voru einskonar þjóðflutningar við breyttar aðstæður. Menn gátu þó ekki bara komið á staðinn og krafist inngöngu. Allt varð að fara eftir bókinni, menn áttu að vera frískir og vinnufærir. Náið var farið í saumana á högum þess sem óskaði eftir landvist. Þá var ekki heldur um það að ræða að frá og með fyrsta degi ættu menn rétt á að njóta víðtæks velferðarkerfis á kostnað íbúa móttökulandsins. Þetta gilti einnig um fólk sem vildi setjast að í Danmörku, þ. á m. gyðinga frá Austur-Evrópu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Á 20. öldinni kom einnig til mikilla búferla- flutninga eða þjóðflutninga í Evrópu sjálfri: Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru kristnir Grikkir reknir frá Tyrklandi; fjöldi Rússa neyddist til að yfirgefa Rússland eftir borgarastríðið 1918-1920; milljónir sovéskra borgara voru fluttar nauðung- arflutningi innan landamæra Sovétríkjanna; milljónir evrópskra gyðinga voru sendar í útrýmingarbúðir; milljónir Þjóðverja flúðu eða voru reknar á brott eftir að Þýskaland tapaði annarri heimsstyrjöldinni; eftirlifandi gyðingar flýðu Evrópu og héldu til Ísraels; arabar flýðu til arabískra nágrannaríkja undan stríðinu við ríki gyðinga. Það er með öðrum orðum ekkert nýtt að mikill fjöldi fólks flytjist eða sé fluttur frá einum stað til annars. Þjóðflutningar líðandi stundar eru hins vegar að mörgu leyti ólíkir því sem áður var. Í fyrsta lagi er um að ræða fólk með menningu og af menningarsvæði sem er mjög frábrugðið hinu evrópska, fólk sem hvorki óskar né vill laga sig að hinu evrópska heldur krefst sérmeðferðar. Í öðru lagi er hugsanlega um að ræða ótölulegan fjölda fólks sem mun eyði- leggja hið evrópska samfélag takist ekki að setja skorður við þessu flóði sem nú er stjórnlaust. Þjóðflutninga samtímans má rekja til þriggja grunnþátta: 1) Sprengingar, án hliðstæðu í mannkyns- sögunni, í fólksfjölda í nágrenni Evrópu – á svæðum þar sem ríki hafa hrunið eða eru að hruni komin auk innbyrðis hugmynda- fræði/trúarbragða átaka og borgarastyrjalda. 2) Góðra tækifæra til að flytjast til Evrópu og viðskiptalegs skipulags við undirbúning brottfarar þangað. 3) Landa- mæra- og varnarlausrar Evrópu sem stendur til boða eins og aðlaðandi hlaðborð þar sem hver og einn getur valið úr réttunum. Með netinu og farsímum má upplýsa hvern og einn um öll réttindi sem njóta má jafnskjótt og maður stígur fæti á komulandið. Opinberar og einkareknar stofnanir í víðtæku neti sjá um að aðstoða, veita ráð og sinna komumönnum. Þeim stendur til boða húsnæði, klæðnaður, peningar, heilsugæsla, lögfræðiþjónusta auk annars. Hreyfi einhverjir í komulöndunum gagn- rýni eru þeir barðir til hlýðni af stjórnmála- og fjölmiðlaelítum landanna, dugi það ekki er gripið til refsilaganna. Í fyrsta lagi er um að ræða fólk með menningu og af menningarsvæði sem er mjög frábrugðið hinu evrópska, fólk sem hvorki óskar né vill laga sig að hinu evrópska heldur krefst sérmeðferðar. Mynd: Takver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.