Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 72
70 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 yfir áhuga á að selja hlutabréf sín. Eftir nokk- urt þóf samdi Kaupþing, sem hafði þá nýlega sameinast Búnaðarbankanum, um að kaupa bankann fyrir 9,5 milljarða danskra króna (€1,4 milljarð eða £850 milljónir), en það var þá um tvöfalt bókfært eigið fé bankans (Ármann Þorvaldsson, 2009, 107–113). Hinn nýi eigandi gerði ekki miklar breytingar á bankanum. Bankastjórinn, Lars Johansen, hélt starfi sínu, og í bankaráðinu sátu áfram auk Kaupþingsmanna nokkrir helstu forystumenn í dönsku atvinnulífi. Bankinn dafnaði vel, og árið 2008 störfuðu þar 335 manns, heildarútlán voru þá nálægt €10 milljörðum, en bókfært eigið fé bankans nam €1 milljarði (FIH, 2009). Alþjóðleg lánsfjárkreppa hafði hafist í litlum mæli haustið 2007, en hún færðist stórkostlega í aukana haustið 2008, sérstaklega eftir gjaldþrot bandaríska fjárfest- ingabankans Lehman Brothers 15. september. Næstu vikur skall hún af fullum þunga á Íslandi. Bankana íslenska vantaði alla þrjá sárlega lausafé til að standa við skuldbindingar sínar erlendis eða veita útibúum og dótturfélögum aðstoð. Sérstaklega var ástandið erfitt í Bret- landi, þar sem breska fjármálaeftirlitið gekk mjög hart eftir því, að stórfé yrði fært til útibúa og dótturfélaga íslenska bankanna, en hótaði ella að loka þeim. Ríkisstjórnin ákvað í samráði við Seðlabankann að setja svokölluð neyðarlög mánudaginn 6. september 2008 (nr. 125/2008), en með þeim var fjármálaeftirlitinu íslenska veitt vald til að taka við stjórn fjármálafyrirtækja og innstæður gerðar forgangskröfur í bú bank- anna. Sama dag leituðu bæði Landsbankinn og Kaupþing til Seðlabankans með ósk um lán í erlendum gjaldeyri. Kaupþing bað um €500 milljón lán, Landsbankinn um lán í breskum pundum. Báðir bankarnir buðu fram veð, Lands- bankinn ýmis verðbréf, Kaupþing FIH banka. Ljóst var, að Seðlabankinn hafði aðeins bolmagn til að veita öðrum bankanna lán. Kaupþingsmenn skýrðu Davíð Oddssyni seðlabankastjóra frá því, að ríkisstjórnin styddi lánveitingu til þeirra. Þótt Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum (nr. 36/2001), var þar jafnframt kveðið á um, að bankinn skyldi „stuðla að stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkiði sínu skv. 1. mgr.“ (en meginmarkmið bankans var og er að stuðla að stöðugu verðlagi). Auk þess var mikill hluti gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans fenginn með láni, sem ríkið hafði tekið, á meðan vaxtakjör voru mjög hagstæð. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kannaði með símtali við starfsbróður sinn í Danmörku, hvort veðið, sem Kaupþing bauð fram, væri traust. Hinn danski starfsbróðir hans fullvissaði hann um það að höfðu samráði við danska fjármálaeftir- litið, enda var bókfært eigið fé bankans þá um €1 milljarður. Davíð hafði einnig samband við Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem staðfesti það, sem Kaupþingsmenn höfðu sagt Seðla- bankanum, að vilji ríkisstjórnarinnar væri, að Kaupþing fengi neyðarlánið frekar en Lands- bankinn. Var það samtal af tilviljun hljóðritað (Morgunblaðið, 2015). Þótt ákvörðunin um að veita Kaupþingi lánið væri því tekin í samtali þeirra Davíðs og Geirs, báru bankastjórar Seðla- bankans, Davíð og starfsbræður hans, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, fulla ábyrgð á henni. Ýmsar ástæður voru til þess, að Kaupþing varð fyrir valinu frekar en Lands- bankinn. Hann var langstærsti íslenski bankinn og þess vegna kerfislega mikilvægastur. Í annan stað höfðu sérfræðingar JP Morgan, sem komu til Íslands á vegum Seðlabankans í október, sagt ráðherrum, að Kaupþing væri vænlegasti kosturinn, ætti að reyna að bjarga einhverjum banka (Páll Hreinsson o. fl., 2010, bindi 7, kafli 20, 104). Í þriðja lagi bauð Kaupþing fram traust veð, banka með eigið fé, sem nam tvöföldu láninu (Eiríkur Guðnason, 2011). Einn þáverandi aðaleigandi Landsbankans, Björgólfur Thor Björgólfsson (2014, 171), telur í fjórða lagi, að stjórnmálasjónarmið hafi ráðið einhverju um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Kaupþing hafi átt öfluga stuðningsmenn í röðum Samfylkingar- innar. Hvað sem líður þessari skoðun Björgólfs Thors, sem erfitt er að færa sönnur á, voru frambærilegar efnislegar ástæður til þessarar sameiginlegu ákvörðunar Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Strax og ákveðið hafði verið að veita Kaupþing var langstærsti íslenski bankinn og þess vegna kerfislega mikil- vægastur. Í annan stað höfðu sérfræðingar JP Morgan, sem komu til Íslands á vegum Seðlabankans í október, sagt ráðherrum, að Kaupþing væri vænlegasti kosturinn, ætti að reyna að bjarga einhverjum banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.