Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 14
12 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
ætlar ekki að segja af sér embætti þrátt fyrir
vona stöðu flokksins. Samkvæmt þjóðarpúlsi
Gallup var fylgis Samfylkingarinnar í ágúst það
minnsta í sögu flokksins eða 9,3%. Til saman-
burðar er meðalfylgi flokksins í þingkosningum
25,5% en mesta fylgi flokksins var 2003 þegar
31% kjósenda greiddu honum atkvæði.
Í viðtali í morgunþætti Rásar 1 föstudaginn 4.
september skýrði Árni Páll ákvörðun sína um að
sitja sem fastast á formannsstóli:
„Ef að ég teldi að Samfylkingin væri ein í
einhverri sérstakri stöðu þá auðvitað væri
nærtækast að horfa á mínu stöðu. En þegar
maður horfir á að þetta er almenn kreppa
allra gamalla flokka og þegar maður horfir
á þær hræringar sem eru í stjórnmálum í
nágrannalöndum og Bandaríkjunum og alls
staðar í kringum okkur þá er það niðurstaða
mín allavega að ég vil leggja mitt af mörkum
til þess að breyta Samfylkingunni og gera
hana færa til þess að takast á við þessar nýju
aðstæður.”
Árni Páll ítrekaði síðan fyrri skýringar sínar á
slakri stöðu Samfylkingarinnar:
„Það sem mér finnst mikilvægast er að horfa
á hvað þessi dýfa er að segja okkur. Ég hef
sett fram þá túlkunarskýringu og held enn
fast við hana. Þegar ríkisstjórnin sveik annan
ganginn loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu
að þá hafi fólk fyllst reiði og vonleysi og sú
reiði bitnar á okkur líka.“
Á flokksstjórnarfundi 19. september
síðastliðinn komst Árni Páll ekki hjá því að
fjalla um fylgishrunið en hann reyndi að hugga
félaga sína með nýstárlegum hætti:
„Flokkar verða ekki litlir við að missa fylgi
heldur við að hætta að hugsa stórt.“
Árni Páll hugsaði síðan stórt og ræddi um
að „ný stjórnmál“ þurfi „nýja umgjörð“ og „við
eigum að gera tilraun til að skapa hana á grunni
Samfylkingarinnar“:
„Hér, eins og alls staðar annars staðar, spretta
upp hreyfingar fólks til að berjast fyrir
samfélagsumbótum. Flóttamenn. Makríll-
inn. Druslugangan. Reynslan frá hruni. Það
skortir ekkert á vilja fólks til að leggja gott af
mörkum. En hér, eins og um alla Evrópu, er
fólk líka að átta sig á þeirri hættu að sjálf-
sprottnar hreyfingar verði til af miklu afli,
en skorti úthaldið til að koma breytingum í
höfn. Þær geti orðið eins og glæsileg flugelda-
sýning: Heillandi en endist alltof stutt til að
knýja fram raunverulegar breytingar.“
Til að bjarga þessum hreyfingum en ekki
síður Samfylkingunni lagði Árni Páll til að Sam-
fylkingin bjóði sig „fram til að verða verkfærið
sem vantar – farvegur fyrir fólk sem vill láta til
sín taka“. Formaðurinn var á því að Samfylkingin
geti verið afl sem hafi getu og úthald til að
koma í gegn breytingum sem fólk kallar eftir.
Lausn á vanda Samfylkingarinnar virðist ljós.
Situr sem fastast