Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 þétt og markmiðið – meðvitað eða ómeðvitað – er að reyna festa sem flesta í því svo úr verði öryggisvefur – eins konar kóngulóarvefur fyrir skjólstæðinga velferðarkerfisins sem erfitt er að losna úr. Þessi aðferð átaksverkefna og sértækra aðgerða takmarkast samt við það sem hægt er að draga inn í ríkisreksturinn af verðmætum annarra, þá ýmist í núinu sem skattheimta eða í framtíðinni sem skuldsetning. Sumir hafa farið á beit á högum erlendra skattgreiðenda og reynt að útvega ýmis konar styrki og aðstoð frá erlendum ríkissjóðum, t.d. í nafni hörmunga eða viðvarandi fátæktar í heimalandinu. Svokölluð þróunaraðstoð hefur reynst mörgum stjórnmálamanninum dýrmæt uppspretta fjár, sem að hluta til er send í verkefni sem kaupa vinsældir innanlands, og að hluta inn á eigin persónulega bankareikninga stjórnmálamannanna í Sviss. Sumir hafa farið í stríð sem hefur marga kosti fyrir stjórnmálamanninn. Með réttum aðferðum má fylkja almenningi á bak við stríðsrekstur- inn í nafni þjóðarstolts og sjálfsvarnar og deyfa þannig mótspyrnu við skattahækkun- um, skuldsetningu og stríðstólasmíði. Stríð afvegaleiða almenning og flytja athyglina frá innanlandsvandamálum og að því hvað erlendi andstæðingurinn er slæmur og árásargjarn. Stríð réttlæta að margra mati skuldsetningu og peningaprentun og skapa dýrðarljóma í kringum leiðtoga ríkisvaldsins ef vel gengur. Peningaprentunin hefur hins vegar reynst vera það tæki sem stjórnmálamenn hafa tekið hlýjast upp á arma sína. Fyrir um 100 árum var gefin út bók[1] sem gaf þau skilaboð til stjórn- málamanna að þeir gætu framleitt velsæld og verðmæti með notkun peningaprentvélanna. Ekki væri lengur nauðsynlegt að leggja fyrir, spara og passa upp á kaupmátt peninganna. Nei, núna væri bara hægt að prenta peninga, lækka vexti og fá öll hjólin til að snúast í einu: Neytendur kaupa, fyrirtæki fjárfesta og allir eru ánægðir! Sagan og hagfræðin hafa vitaskuld marg- afsannað notagildi þessarar velferðarupp- sprettu[2], en stjórnmálamenn og launamenn þeirra í fræðasamfélaginu ríghalda í goðsögnina. Ávinningurinn fyrir stjórnmálamanninn og skjólstæðinga hans í bönkunum, viðskiptalífinu og háskólasamfélaginu er auðvitað augljós. Ríkisvaldið getur þanist út fyrir nýprentað fé og veislan þarf aldrei að stoppa, a.m.k. ekki á þessu kjörtímabili. Á meðan vona allir sem hlut eiga að máli að bólan springi ekki fyrr en viðkomandi aðilar eru komnir víðsfjarri í öruggt skjól, með fulla vasa fjár eða umvafðir frægðarljóma, nema hvoru tveggja sé. En hvernig stendur á því að stjórnmálamenn komast upp með að láta ríkisvaldið sjá um framleiðslu peninga og einokun á verði þeirra (t.d. í gegnum ákvörðun vaxtastigs og róttækar breytingar á magni peninga í umferð)? Ein aðal- ástæðan hlýtur að vera hið grugguga vatn sem vísindin í kringum peninga liggja ofan í. Heilu bækurnar eru vissulega til sem útskýra þau vísindi í smáatriðum[3], en þær eru oft tormeltar og skal engan undra að þær séu lesnar af fáum. Í grunninn er málið samt einfalt: Nýprentaðir peningar gera ekki annað en að veita fyrstu eigendum þeirra aukinn kaupmátt á kostnað þeirra sem fá peningana síðar í hendurnar þegar verðlag hefur hækkað vegna rýrnandi kaupmáttar þeirra, og senda röng skilaboð í gegnum lækkandi vaxtastig um raunverulegt umfang sparnaðar í samfélaginu. Hverjir eru fyrstu notendur nýprentaðra peninga? Það er hið opinbera sem framleiðir þá, bankarnir og aðrir nátengdir hinni ríkisreknu peningafram- leiðslu. Nýprentað fé, sem eykur framboð af lánsfé og þrýstir vöxtum á því niður, sendir líka röng skilaboð en heppileg fyrir stjórnmálamenn í leit að byggingarkrönum. Skilaboðin frá hinum lágu vöxtum eru þau að mikill sparnaður sé í boði sem má fjárfesta fyrir núna og sem eigendur hans geta seinna nýtt sér til að kaupa viðkomandi fjárfestingu (t.d. nýja fasteign). Fjár- festar fara því út í framkvæmdir á röngum fors- endum, því enginn slíkur sparnaður er í raun til. Peningarnir komu úr peningaprentvélunum og neytendur hafa úr engu að moða til að kaupa Hverjir eru fyrstu notendur nýprentaðra peninga? Það er hið opinbera sem fram- leiðir þá, bankarnir og aðrir nátengdir hinni ríkisreknu peningaframleiðslu. Nýprentað fé, sem eykur framboð af lánsfé og þrýstir vöxtum á því niður, sendir líka röng skilaboð en heppileg fyrir stjórnmálamenn í leit að byggingarkrönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.