Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 31 David Ben-Gurion forsætisráðherra Ísraels kom í opinbera heimsókn til Íslands 12. september 1962. Ólafur Thors tók á móti kollega sínum á Reykjavíkurflugvelli síðla kvölds. Daginn eftir var haldið til Þingvalla og Morgunblaðið segir að forsætisráðherrarnir hafi verið saman í bíl en með þeim var dr. Sigurðar Nordals, „sem leysti úr spurningum Ben-Gurions um menningu Íslands og sögu.“ Ben-Gurion spurði Sigurð Nordal í þaula og hafði varla spurt einnar spurningar þegar sú næsta var borin fram. Ólafur Thors sagði við blaðamenn- ina að Ben-Gurion hefði spurt Sigurð Nordal um allt milli himins og jarðar á leiðinni austur. „Og hann kunni að spyrja“, sagði Ólafur Thors. „Það er ekki minni vandi að spyrja en svara.“ Í Valhöll var sest að borðum og snæddur matur. Alþýðublaðið segir svo frá að þegar menn voru sestir að borðum hafi Ólafur tekið til máls en tekið fram að hann ætli ekki að halda ræðu, hins vegar muni Sigurður Nordal segja frá sögu Þingvalla. Ólafur snéri sér því næst að Ben-Gurion og sagði: „Þér þurfið ekki að halda ræðu, heldur skuluð þér bara sitja og hlusta — og tala við mig — ekki konu mína.“ „Mér finnst þetta nú vera orðin heil ræða“, sagði Ben-Gurion. „Já, það er þannig með mig,“ sagði Ólafur, „að þegar ég er byrjaður að tala, á ég helst ómögulegt með að hætta. Þess vegna var mér einu sinni líkt við manninn, sem fór á mótor- hjóli, en vissi ekki hvar hemillinn var, og gat því ekki stanzað fyrr en bensínið var búið.“ Af frásögn Vísis má ráða að eitthvað hafi dreg- ist að maturinn yrði framreiddur og Ólafur bætt í gamansömum tón: „En ef við þurfum að bíða öllu lengur eftir matnum er líklega bezt að fara til Reykjavíkur og ná í brauð og smjör". Morgunblaðið rifjaði upp heimsókn Ben- Gurion árið 1980 með myndum sem Ólafur K. Magnússon ljósmyndari tók. Þar er bent á hið augljósa að báðir voru þeir Ólafur og Ben-Gurion „með skemmtilega lifandi hár og það var tilefni gamanmála milli þeirra“. Þannig mun Ben-Gurion hafa sagt við Ólaf og bent á hár hans: „You have a very lively hair, mr. Thors." „Yes," svaraði Ólafur um hæl og bætti síðan við: „It's the most independent hair in lceland!" Gufuaflið í iðrum jarðar mun hafa vakið mikla athygli ísraelska forsætisráðherrans en í Ölfus- dal var hola látin blása honum til heiðurs. Í upprifjun Morgunblaðsins segir að Ben- Gurion hafi orðið „agndofa þegar krafturinn í holunni var leystur úr læðingi og gufan látin streyma út í loftið. Ben-Gurion tók um eyrun vegna hávaðans og úr svip hans mátti lesa mikla aðdáun. Þegar lokað hafði verið fyrir gufuna sneri hann sér að Ólafi Thors og spurði: „Hvaðan í ósköpunum kemur þetta?" Ólafur horfði sposkur á Ben- Gurion, benti með þumalfingri til jarðar og sagði: „Við höfum góð sambönd þar neðra!“ „... the most independent hair in Iceland” sögukistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.