Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 83
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 81
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól for-
sætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna í febrúar 2009, hafði hún
verið ráðherra frá maí 2007. Þar áður hafði hún
verið ráðherra í sjö ár frá 1987 til 1994.
Jóhanna var einhver vinsælasti stjórn-
málamaður landsins þegar hún tók sæti sem
félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar í maí 2007. Hún naut trausts
umfram flesta aðra.
Samkvæmt könnun Gallup í september 2007
voru 70,3% landsmanna ánægð með störf
Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu. Í apríl og
september 2008 voru 60% landsmanna ánægð
með Jóhönnu. Ánægjan með störf Jóhönnu var
liðlega 26 prósentustigum meiri en Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra
og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kom
næst Jóhönnu.
Þegar Jóhanna tók við sem forsætisráðherra í
febrúar 2009 jókst ánægjan og um 65,4% voru
ánægð sem nýjan forystumann ríkisstjórnar
Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá þeim tíma
var Jóhanna hins vegar nær stöðugt í frjálsu falli
í hugum kjósenda.
Samkvæmt könnun Gallup í mars 2012 um
ánægju með störf ráðherra voru aðeins 18 af
hverjum 100 kjósendum ánægðir með forsætis-
ráðherra. Þannig höfðu sjö af hverjum tíu, sem
sögðust ánægðir með Jóhönnu í febrúar 2009,
snúið baki við henni. Aðeins Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra naut minni vinsælda
en Jóhanna. Tæplega 23% voru ánægð með
Steingrím J. Sigfússon.
Jóhanna náði að rétta stöðu sína nokkuð og
undir lok 2012 sögðust 26% vera ánægð með
störf hennar sem forsætisráðherra.
haldið til haga
Frjálst fall Jóhönnu
Með valdatöku Jóhönnu Sigurðardóttur á
Samfylkingunni náði vinstri armur flokksins
völdum og gamlir „hægri kratar“ áttu átt í vök að
verjast. Með þátttöku í ríkisstjórn fengu Vinstri
grænir tækifæri, sem þeim hafði verið neitað um
í 18 ár eða allt frá því að Alþýðubandalagið var
í ríkisstjórn. Enginn gat verið betri bandamaður
í þeim efnum en Jóhanna Sigurðardóttir, sem
hafði loks fengið sitt tækifæri.
Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon
voru samverkamenn í ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar 1988 til 1991. Jóhanna var
félagsmálaráðherra og Steingrímur land-
búnaðar- og samgönguráðherra. Steingrímur
Hermannsson lýsti andrúmsloftinu í ríkisstjórn-
inni í ævisögu sinni sem Dagur B. Eggertsson
ritaði. Hann var sannfærður um að einvalalið
væri í ríkisstjórninni en hafði engu að síður
töluverðar áhyggjur:
„Gallinn á gjöf Njarðar var hins vegar að þeir
áttu það nánast allir sameiginlegt að hafa
sjálfstraust í litlu hófi og leggja líf og sál í
stjórnmálin. Þetta var mér umhugsunar- og
áhyggjuefni. Stjórnmálamenn af þessari
gerð eru oft hörundsárari og hefnigjarnari
en aðrir.“
Hörundsárari og hefnigjarnari en aðrir