Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 83
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 81 Þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól for- sætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í febrúar 2009, hafði hún verið ráðherra frá maí 2007. Þar áður hafði hún verið ráðherra í sjö ár frá 1987 til 1994. Jóhanna var einhver vinsælasti stjórn- málamaður landsins þegar hún tók sæti sem félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í maí 2007. Hún naut trausts umfram flesta aðra. Samkvæmt könnun Gallup í september 2007 voru 70,3% landsmanna ánægð með störf Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu. Í apríl og september 2008 voru 60% landsmanna ánægð með Jóhönnu. Ánægjan með störf Jóhönnu var liðlega 26 prósentustigum meiri en Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kom næst Jóhönnu. Þegar Jóhanna tók við sem forsætisráðherra í febrúar 2009 jókst ánægjan og um 65,4% voru ánægð sem nýjan forystumann ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá þeim tíma var Jóhanna hins vegar nær stöðugt í frjálsu falli í hugum kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup í mars 2012 um ánægju með störf ráðherra voru aðeins 18 af hverjum 100 kjósendum ánægðir með forsætis- ráðherra. Þannig höfðu sjö af hverjum tíu, sem sögðust ánægðir með Jóhönnu í febrúar 2009, snúið baki við henni. Aðeins Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra naut minni vinsælda en Jóhanna. Tæplega 23% voru ánægð með Steingrím J. Sigfússon. Jóhanna náði að rétta stöðu sína nokkuð og undir lok 2012 sögðust 26% vera ánægð með störf hennar sem forsætisráðherra. haldið til haga Frjálst fall Jóhönnu Með valdatöku Jóhönnu Sigurðardóttur á Samfylkingunni náði vinstri armur flokksins völdum og gamlir „hægri kratar“ áttu átt í vök að verjast. Með þátttöku í ríkisstjórn fengu Vinstri grænir tækifæri, sem þeim hafði verið neitað um í 18 ár eða allt frá því að Alþýðubandalagið var í ríkisstjórn. Enginn gat verið betri bandamaður í þeim efnum en Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði loks fengið sitt tækifæri. Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon voru samverkamenn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988 til 1991. Jóhanna var félagsmálaráðherra og Steingrímur land- búnaðar- og samgönguráðherra. Steingrímur Hermannsson lýsti andrúmsloftinu í ríkisstjórn- inni í ævisögu sinni sem Dagur B. Eggertsson ritaði. Hann var sannfærður um að einvalalið væri í ríkisstjórninni en hafði engu að síður töluverðar áhyggjur: „Gallinn á gjöf Njarðar var hins vegar að þeir áttu það nánast allir sameiginlegt að hafa sjálfstraust í litlu hófi og leggja líf og sál í stjórnmálin. Þetta var mér umhugsunar- og áhyggjuefni. Stjórnmálamenn af þessari gerð eru oft hörundsárari og hefnigjarnari en aðrir.“ Hörundsárari og hefnigjarnari en aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.