Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 55
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 53 að málum hér og lét eftirfarandi ummæli falla haustið 2008: „Ég vil láta það koma hér fram að eftir því sem við verðum í aðstöðu til að hafa áhrif á málin, þingmenn Vinstri grænna, verður það forgangsatriði af okkar hálfu á komandi misserum eða árum að reyna að borga Ísland út úr þessu prógrammi aftur. Það skal hafa algeran forgang af okkar hálfu að reyna að standa þannig að málum að við endur- heimtum aftur frelsi okkar á þessu sviði eftir því sem aðstæður frekast leyfa.“ Því fór fjarri að það yrði forgangsverkefni Vinstri grænna að koma Íslandi út úr sam- starfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Steingrímur hafði kallað skilmála sjóðsins „ógnarskilmála“ og Íslendingar væru komn- ir á „þvingunarprógramm“. Hann sagði að sjóðurinn væri „eyðileggjandi fyrir íslenskt velferðarsamfélag til framtíðar“ og aðhylltist „harðlínuniðurskurðarstefnu“. Fáeinum dögum áður en minnihlutastjórnin tók formlega við völdum spurði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, af þessu tilefni í pistli á vef- ritinu AMX: „Eru allar hugsjónirnar gleymdar? Skiptir svona miklu máli að verða ráðherra? Hvar er prinsippmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon?“ Um það farast Steingrími svo orð: „Þegar ég kom í fjármálaráðuneytið mat ég málið af raunsæi og hugsaði með mér að ekki þýddi annað en að vinna eftir áætluninni og með því fólki sem hér var frá sjóðnum og gera sem best úr því.“ Umskiptin gengu hratt og fumlaust fyrir sig. Bankastjórn Seðlabankans hrakin frá völdum Fyrsta frumvarp sem ný ríkisstjórn lagði fyrir Alþingi var til breytinga á lögum um Seðla- bankann. Meginatriði frumvarpsins var að aðeins skyldi vera einn seðlabankastjóri. Kveðið var á um tilteknar hæfniskröfur bankastjóra og þá skyldi komið á svokallaðri peningastefnu- nefnd. Engum duldist að tilgangur frum- varpsins var að losna við Davíð Oddsson úr stöðu seðlabankastjóra, en það hafði verið aðalágreiningsefni Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks í fráfarandi ríkisstjórn. Steingrímur J. Sig- fússon átti fund með Davíð meðan frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Davíð hafði óskað eftir fundi þeirra undir því yfirskini að verið væri að ræða málefni sparisjóðanna. Steingrímur tjáði Davíð að „aðstæðurnar hefðu sigrað þá“ og ekki væri unnt að búa við óbreytta stöðu. Davíð var ekki sáttur, sem vonlegt var. Steingrími þótti miður hvernig þetta fór og segir um það mál: „Ég hefði viljað að þetta hefði gerst á vin- samlegri hátt en það fór eins og það fór. Og ég tek fram að seðlabankastjórarnir voru mætir menn og hafa örugglega gert sitt besta.“ Davíð lét af embætti hinn 26. febrúar er lögin höfðu verið samþykkt. Embætti seðlabankastjóra skyldi auglýsa laust til umsóknar í byrjun marsmánaðar, en ekki gat bankinn verið án æðstu stjórnenda á þessum háskatímum, skömmu eftir fall viðskipta- bankanna þriggja. Því þurfti að brúa bilið. Beinast hefði legið við að einhver hinna æðstu embættismanna bankans tæki við skyldum seðlabankastjóra tímabundið, en Steingrímur J. Sigfússon hafði aðrar hugmyndir. Hann lagði kapp á að fá hingað norskan seðlabankastjóra og taldi að með því gæti tvennt unnist, annars vegar að hæfur maður fengist og hins vegar að tengslin við Noreg gætu eflst, en Steingrími hefur löngum verið mjög umhugað um þau. Hann sannfærði Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkinguna um þessa tilhögun og hafði því næst samband við Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og formann systur- flokks Steingríms þar ytra. Um það farast Stein- grími svo orð í bók sinni Frá hruni og heim: „Kristín tók þessu erindi vel og lofaði mér að hún skyldi finna toppmann.“ Með tölvubréfi 12. febrúar lagði Halvorsen til að Svein Harald Øygard, starfsmaður ráð- Steingrímur „gúglaði“ Svein Harald og leist vel á það sem hann fann á netinu og hringdi til hans, en Svein Harald er nátengdur norska Verkamannaflokknum. Davíð Oddsson, fráfarandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, kallaði norskan arftaka sinn „lausamann úr norska Verkamannaflokknum, sem enginn maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google, sem þekkir þó marga“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.