Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 12
10 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 aðrir flokkar væru ekki í neinum vanda þá væri það augljóst að lausnin hlyti að vera að ég stígi til hliðar. Það eru allir grónir flokkar í þessum vanda og flokknum var að ganga ágætlega undir minni forystu alveg þangað til… það byrjar að halla undan fæti um áramótin og svo sunkum við hressilega eftir landsfund.“ Þetta er einstök afstaða flokksformanns í vanda. Hann situr áfram án fylgis innan eigin flokks og við dvínandi fylgi meðal kjósenda af því að hann telur aðra „gróna flokka“ í sömu stöðu. IV. Aðalfundi Pírata lauk sunnudaginn 30. ágúst 2015. Við setningu fundarins laugardaginn 29. ágúst flutti Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og samnefnari flokksins, ræðu og kynnti það sem henni væri efst í huga. Setti hún framgang stefnu sinnar um að kollvarpa núgildandi stjórnkerfi sem skilyrði fyrir að hún byði sig fram að nýju. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem hverfur nú af þingi, trúr fyrirheiti sem hann gaf kjósendum, sagði í samtali við DV 30. maí 2014: „Ekkert okkar ætlar að fara fram aftur. Birgitta er búin að margsegja að hún verði ekki á þingi í fleiri en tvö kjörtímabil.“ Birgitta vill að fyrir næstu þingkosningar geri hugsanlegir samstarfsaðilar í ríkisstjórn að kosningunum loknum með sér bindandi samkomulag. Í því felist að á sex mánuðum verði annars vegna lögfest ný stjórnarskrá og hins vegar boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ræða eigi áfram um aðild við ESB. Öll önnur mál verði látin sitja á hakanum þessa sex mánuði en tíminn notaður til agaðrar úttektar á allri stjórnsýslunni. Ráðherra ráði til sín „bestu mögulegu stjórnsýslufræðinga og sérfræðinga í opinni og nútímalegri stjórnsýslu bæði hér- lenda sem erlenda og verkstýra þeim í þessari úttekt,“ sagði Birgitta. Hún vill endurskoða stjórnarráðslögin og „hvort að núverandi ráðuneytakerfi [séu] gagn- leg“ Telur Birgitta mikið um „að ráðuneyti séu í opinni samkeppni um fjárlög“. Heildræn stjórn- sýsla þar sem heildarvelferð þjóðar og þjóðar- bús sé ekki á oddinum „heldur smákónga slagir sem oft bitna á þeim sem kerfið á að þjóna“. Lítur hún helst á Finnland sem fyrirmynd. Næsta kjörtímabil verði aðeins 9 mánuðir. „Mér finnst þetta vera verkefni sem ég er til í að leggja allt í sölurnar fyrir og það eina sem gæti orðið til þess að ég treysti mér aftur í fram- boð. Tilhugsunin um hefðbundið stjórnarfar er mér óbærileg. Ég hef séð hvernig þetta virkar þarna inni í kerfinu og þessi hugmynd er það eina sem mér dettur í hug til að nota þá stjórnmálakrísu sem er nú ríkjandi til að laga grunninn til frambúðar í samræmi við það sem kallað var svo afgerandi eftir í kjölfar hrunsins,“ sagði Birgitta. Ólíklegt er að aðrir flokkar taki undir þessa stefnu Birgittu og því líklegt að hún verði ekki oftar í framboði fyrir Pírata, megi marka orð hennar. Þetta er frumleg aðferð til að hverfa frá fyrri yfirlýsingum um að ætla að draga sig í hlé frá beinni þátttöku í stjórnmálum: að fela annarra flokka mönnum að ákveða hvort maður treysti sér í framboð með því að fallast fyrirfram á sett skilyrði. V. Hinn 1. september 2015 mældust Píratar með 36% fylgi í þjóðarpúlsi Gallups. Var það mesta fylgi þeirra á kjörtímabilinu og hið mesta sem mælst hafði hjá nokkrum flokki síðan í kosning- unum 2013. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist á sama aðeins 21,6%, hafði ekki mælst minna síðan í nóvember 2008. (VG var með tæp 12%, Birgitta Jónsdóttir er samnefnari Pírata og er nú þingflokks- formaður. Hún hefur sett framgang stefnu sinnar um að kollvarpa gildandi stjórnkerfi sem skilyrði fyrir að hún bjóði sig fram að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.