Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 70
68 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 hagkerfinu öllu með því að einoka nákvæmlega peningaútgáfu. Með því móti getur ríkisvaldið ráðskast með nánast öll viðskipti allra en um leið valda ríkisafskiptin hér meiri skaða en víðast hvar annars staðar. Það væri vissulega vandamál að þurfa sætta sig við hinn eina sanna ríkistannbursta sem væri verðlagður af nefnd sérfræðinga á mánaðarfresti, en væri um leið yfirstíganlegt (t.d. með smygli eða heima- framleiðslu eða með því einfaldlega að sleppa því að nota tannbursta). En þegar löggjafinn beinlínis skikkar alla til að nota hina einu réttu ríkismynt og fylgist síðan vel með þéttum reglugerðafrumskógi svo enginn fari sér að voða með notkun annarra gjaldmiðla þá van- dast málið fyrir þá í leit að öðrum valkostum. Ríkisvaldið stundar tvöfalda aðferð til að fegra ríkiseinokun á peningaframleiðslu. Sú fyrri er blekking – sú fullyrðing að „stöðugt verðlag“ fáist með opinberum afskiptum, að verðbólga sé nauðsynleg fyrir heilbrigt hagkerfi, að einkaaðilar séu ekki hæfir til að framleiða pen- inga eða tryggja gæði þeirra, og að hagstjórn hins opinbera þurfi á peningaprentunarvaldinu að halda. Hin síðari er tálsýnin: Að opinber peninga- útgáfa leiði til betri lífskjara, að stöðugleiki og hagsæld sé afleiðing ríkiseinokunar á þessu sviði og að ríkispeningaframleiðslan forði fólki og fé frá hyldýpi efnahagssveifla. Hvorki blekkingin né tálsýnin eiga samt að villa okkur sýn. Hagsæld verður ekki fram- leidd í peningaprentvélunum heldur með verðmætaskapandi vinnu, sparnaði, fjárfestingu og sem mestu frelsi til að elta tækifærin sem sífellt eru að myndast í síbreytilegum en um leið óvissum heimi. Íslenska ríkisvaldið þarf í raun hvorki að reka seðlabanka né halda úti lagabálkum um hvaða gjaldmiðla má nota og hvaða gjaldmiðlar eru ónothæfir. Ríkisvaldinu væri nær að einbeita sér að þeim verkefnum sem flestir telja mikilvægast að það sinni og láta af öðrum. Því væri alveg óhætt að leggja Seðlabanka Íslands niður og koma á frjálsum markaði í peningaútgáfu og –notkun, rétt eins og þeim sem gildir um súrsun hrútspunga og innflutning á tannburstum. Því fyrr því betra. Heimildir: [1] The General Theory of Employment, Inter- est and Money (1936) eftir hagfræðinginn John Maynard Keynes. [2] Sjá sérstaklega The Failure of the “New Eco- nomics” (1959) eftir Henry Hazlitt. [3] Sjá t.d. What Has Government Done to Our Money? (1963) eftir Murray N. Rothbard, og The Ethics of Money Production (2008) eftir Jörg Guido Hülsmann. [4] Seðlabanki Íslands. Sótt 30. ágúst 2015 af http://www.sedlabanki.is/peningastefna/ [5] Deflation and Liberty (2008) eftir Jörg Guido Hülsmann. Aðgengileg á vef Mises Institute: https://mises.org/library/deflation-and-liberty-1. Icesave-samningarnir voru ekki góðir. Icesave-III var vondur. En hann var hátíð við hliðina á Icesave II. Icesave-II var skelfilegur. Samt vantaði ekki „sérfræðinga“ sem vildu samþykkja hann. Ríkisútvarpið barðist eins og venjulega. Aðilar viðskiptalífisns, þessir sem alltaf eru tilbúnir að sýna ábyrgð, þessir sem alltaf eru til í að afsala fullveldi landsins í stórum eða smáum skömmtum, þessir sem alltaf virðast komast í fréttatíma og að eyrum ráðamanna, þeir vildu endilega láta samþykkja Icesave II. Þeir sem vildu samþykkja Icesave II, þeir vildu líka um daginn að Ísland héldi áfram að vera umsóknarríki í Evrópusambandið. Icesave III og Icesave II voru eins og þeir voru. Annar slæmur en hinn skelfilegur. Í dag eru hins vegar sex ár liðin frá því Alþingi samþykkti lög um Icesave I. Það er ekki lengra síðan. Margir þeirra sem börðust fyrir öllum Icesave-samningunum þremur eru enn að láta að sér kveða og reyna að hafa vit fyrir öðrum. Föstudagspistill Vefþjóðviljans á andriki.is 28. ágúst 2015 Reyna enn að hafa vit fyrir öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.