Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 25
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 23 verur en ekki sem leikskólabörn með sérþarfir. Umræðuhefðin hér á landi er ekki endilega vel til þess fallin að takast á við verkefni eins og þjóðaratkvæðagreiðslur sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Vill umræðan gjarnan snúast meira um flokkspólitík en efnisatriði málsins. Taka má dæmi um umræðu sem fram fór á ágætlega fjölmennum vinnustað um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna lagasetningar um eignarhald á fjölmiðlum árið 2004. Svo gott sem einhugur ríkti um að greiða atkvæði gegn lögunum. Áhugi á að kynna sér lögin var enginn, því „sannleikurinn“ stóð, jú, skrifaður stórum stöfum í Fréttablaðinu. Komust lögin þó í heild sinni fyrir á einu A4 blaði. Í kvöldbænum hinna „upplýstu“ var beðið fyrir að síkvikur forsetinn sæti sem fastast á setri sínu. Má leiða að því líkur að ýmsir hafi iðrast þess síðar að sú lagasetning hafi ekki notið náðar þjóðar- innar. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave snérust illilega í höndum stjórnvalda þótt allt væri gert, jafnvel hákarlar sóttir í djúpið, til að skjóta örþjóðinni skelk í bringu. Útkoman var fyrirsjáanleg, því fullvalda fólk kýs ekki yfir sig skuldaklafa að óþörfu. En þótt Íslendingar hafi haft vit fyrir ríkisvaldinu í það sinn eru þeir góðviljað fólk sem vill helst ekki neita neinum bónar. Án ábyrgðar gætum við endað í sporum Kaliforníufylkis í Bandaríkjunum sem riðar sífellt á barmi gjaldþrots. Í anda Pírata kjósa Kaliforníubúar nefnilega að vera góðir við alla og aðallega sjálfa sig án þess að íhuga hvaðan peningarnir koma eða á hverjum góðmennskan bitnar. Tillaga Pírata um þjóðaratkvæði um áframhald ESB-viðræðna, þegar upplýst hafði verið að Evrópusambandið sjálft hafði endað viðræðurnar, var fullkomlega vanhugsuð og stenst enga mælikvaða gagnrýninnar hugs- unar. Sýnir í raun að ákvarðanataka Pírata er tilviljanakennd og án yfirvegunar. Við búum nefnilega enn í raunheimum hvað sem verður í framtíð. Ruglingur Pírata með hugtök eins og gagnrýna hugsun og beint lýðræði kemur upp um siglingu þeirra á grunnsævinu og er ég ekki ein um að búa að þeirri skoðun. Nýlega ritaði Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á þennan grundvallar galla í hugmynda- fræði þeirra.: „Kátbroslegust er þó líklega afstaða Pírata til aðildar Íslands að ESB, eins og hún birtist í stefnuyfirlýsingu þeirra: „Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild en aftur á móti eiga þeir að vera búnir undir hvora niðurstöðuna sem er“, þ.e. útkomu úr bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Píratar virðast ekki hafa áhyggjur af því að það gæti orðið síðasta kosning af því tagi hérlendis um stórmál, þar eð þjóðar- atkvæðagreiðslur eru sem kunnugt er eitur í beinum Evrópusambandsins.“ Píratar hefðu ekki þurft að sitja undir þessari háðung ef þeir hefðu, á opinn og heiðarlegan hátt, lýst strax yfir afstöðu sinni til inngöngu í ESB. Vilja flestum vel Eitt og annað í grunnstefjum Pírata undir liðunum jafnrétti, menntun, velferð og hag- kerfi sýnir að þeir vilja flestum vel. Undir margt af því má taka, s.s endurskoðun og einföldun á ýmis konar regluverki. Sumt er nú þegar til athugunar hjá sitjandi ríkisstjórn eins og breyting á hluta námslána í styrk, einföldun skattkerfisins og endurskoðun á örorkumati. En þrátt fyrir viðleitni í frjálsræðis átt er undirtónn Pírata bara gamaldags sósíalismi að hætti Karls Marx. Reyndar má ganga svo langt að segja að bullandi forræðishyggja ríki þar undir merkjum mannkærleika. Tryggja þarf.... kemur mikið við sögu í málefnaskránni og auðvitað er það ríkið Jón Þór Ólafsson, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmenn Pirata. Jón Þór hefur látið af þingmennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.