Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 40
38 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 hjálpa frá neyð. Ekkert af þessu var gert. Ekki einu sinni af páfanum í Róm sem nú vill taka við tveimur fjölskyldum flóttamanna í ríkasta ríki í heimi Vatíkanið. Það var ekki brugðist við. Það var ekki horft fram í tímann til að koma í veg fyrir vandamál. Vandamálinu var leyft að verða nánast óviðráðanlegt. Nokkur ríki bera umfram önnur ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafsins og í norðanverðri Afríku. Okkur er gjarnt að horfa á ábyrgð Bandaríkjanna, Breta og Frakka í þessu sambandi og vissulega bera þessar þjóðir mikla ábyrgð. Bandaríkin og Bretar bera mestu ábyrgð á ólöglegri innrás í Írak á sínum tíma og kollvarpa þáverandi stjórnvöldum og reka opinbera embættismenn með þeirri upplausn og ófriði sem því fylgdi. Af hverju fóru þeir ekki eins að og í lok síðari heimstyrjaldar þegar Bandaríkjamenn lögðu undir sig Japan? Höfðu stjórnendur Bandaríkjanna gleymt þeirri framsýni sem að stjórnmálamenn í lok heimsstyrjaldarinnar sýndu sem leiddi til þess að fyrrum einræðisríki urðu fyrirmynd í sam- félagi þjóðanna? Gleymdu Bretar þeirri sögulegu staðreynd að Winston Churchill þáverandi forsætisráðherra þeirra setti niður nefnd valinkunnra sóma- manna á sama tíma og breski herinn var á flótta frá Frakklandi og setti nefndinni það verkefni að finna gott og hæft fólk til að taka við stjórnun Þýskalands þegar nasistar hefðu verið sigraðir? Nefndin leysti vandamálið með miklum ágætum raunar svo góðum að þremur árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar í Evrópu var talað um efnahagsundrið í Þýskalandi sem var sundur- skotið, sprengt og niðurlægt í styrjaldarlok. Af hverju fóru stjórnendur Breta og Banda- ríkjanna að með svo gjörólíkum hætti í Íraks- stríðinu? Af hverju hugsuðu Bretar og Frakkar ekki fyrir því hverjir gætu tekið við og stjórnað Líbýu til hagsbóta fyrir íbúa landsins eftir fall Gaddafís þegar þeir ákváðu að drepa hann? Þótt Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn beri mikla ábyrgð, þá verður ábyrgðin þó ekki tekin frá þeim löndum sem í dag bera mesta ábyrgð á ástandinu, en það eru löndin sem liggja að Sýrlandi og Írak. Tyrkir hafa lengi leikið tveim skjöldum og innrásin í Evrópu nú er ekki síst þeirra verk. Þeir hafa kynt undir ófriðinn í Sýr- landi ásamt Saudi Aröbum og Katar. Þessar staðreyndir allar voru kunnar löngu áður en innrás ólöglegra innflytjenda í Evrópu hófst. Það þýðir þó ekki að fárast mikið yfir því sem hefði verið hægt að gera en var ekki gert. Viðfangsefni og vandamál í núinu breytast ekkert með skilgreiningu á mistökum fortíðar. En þau eru eins og sagan almennt til að læra af. V. Hvernig á að bregðast við? Það verður að stöðva þá innrás fólks í Evrópu sem nú er hafin. Hvað á þá að gera? Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lagt áherslu á að hrjáðu fólki verði veitt hjálp sem næst heimilum sínum. Það er ekki talin vitleg stefna að róta fólki upp úr um- hverfi sem það þekkir í hundruða þúsundatali og flytja það til framandi landa. Það þýðir að Evrópulöndin verða að einbeita sér að því að veita hjálp í löndunum eða nágrannalöndum fólksins sem flýr nú stríðsátök en ekki í Evrópu sjálfri. Það þarf að veita fólkinu húsaskjól, menntun og möguleika til framfærslu. Það er mikilvægt að þessir flóttamenn séu sem næst heimkynnum sínum til þess að þeir geti snúið aftur þegar aðstæður leyfa. En þetta er ekki vandamál Evrópu einnar. Bandaríkin, Japan eða Kína geta ekki skorist úr leik svo dæmi séu nefnd. Flóð ólöglegra innflytjenda til Evrópu verður líka að stöðva, þess vegna með því að nota her- skipaflota Evrópuríkja. Í stað þess að taka fólk af lekahripum um borð í skip til að flytja það til Grikklands, Ítalíu eða Spánar þá þarf að koma því í örugg skip og flytja það til baka til þeirra stranda sem það lagði upp frá. Tyrkland er t.d. öruggt land fyrir sýrlenska og íraska flótta- menn, en það er ekki hægt að ætlast til að Tyrkir leysi vandamál flóttafólks einir. Evrópu- ríkin þurfa að koma þar til aðstoðar. Evrópa verður að vera tilbúin til að verja sig hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ef Evrópa er ekki tilbúin til að verja landamæri Það hefur jákvæða þjóðfélagslega þýðingu að taka við vel menntuðum innflytjendum sem eru tilbúnir til að læra tungumálið og aðlaga sig siðum og háttum landsins. Þjóðir heims leita eftir hæfu fólki til að flytjast til landa sinna til að auka hagvöxt, sinna verkefnum sem heimamenn kunna ekki og efla menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.