Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 85
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 83 Um Rammaáætlun gilda lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun: • Hlutverk Verkefnisstjórnar Rammaáætlunar er að veita ráðherra ráðgjöf um vernd og orkunýtingu landsvæða. • Verkefnisstjórnin telur 6 manns og er skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra. Ekki verður betur séð við samanburð á þess- um tveimur stofnanalýsingum en starfssvið þeirra skarist illilega. Hætt er við, að Verkefnis- stjórnin beri stjórnmálalegan keim, þar sem hún er skipuð af ráðherra. Þetta getur komið fram sem slagsíða á störfum Verkefnisstjórnar, annaðhvort í átt til ofverndunar eða ofnýtingar, sérstaklega hafi ráðherrann eða aðrir fulltrúar stjórnmálaflokks hans tjáð sig með tilteknum hætti um nýtingu/verndun orkulinda. Stjórnsýslulega er Rammaáætlun af þessum sökum hálfgert örverpi, og er henni eiginlega ofaukið í stjórnkerfinu miðað við hlutverk og starfssvið Orkustofnunar. Rammaáætlun í verki Fyrsti áfangi Rammaáætlunar, Maður – nýting – náttúra, spannaði tímabilið 1999-2003. Annar áfangi Rammaáætlunar átti að spanna tímabilið 2004-2011, en á verkinu varð tveggja ára töf, sem e.t.v. var af pólitískum rótum runnin. Flokkun virkjunarkosta í Nýtingarflokk, Biðflokk og Verndarflokk, var að lokum um- turnað á Alþingi á síðasta kjörtímabili, sem var í trássi við hugmyndafræði um Rammaáætlun, sem átti að fást við faglega flokkun orkulindanna á grundvelli mats ólíkra faghópa. Það er hætt við, að svipaðar uppákomur á Alþingi um flokkun virkjunarkosta muni endurtaka sig, og m.a. þess vegna verður annað fyrirkomulag þessara mála lagt til í þessari grein. Þann 25. marz 2013 skipaði Umhverfis- og auðlindaráðherra Verkefnisstjórn 3. áfanga Rammaáætlunar. Situr hún að óbreyttu til ársins 2017 og mun halda áfram starfi við röðun og flokkun virkjunarkosta, þar sem frá var horfið við lok 2. áfanga. Það er í höndum Orkustofnunar að auglýsa eftir umsóknum um umfjöllun Verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Óskað hefur verið eftir endurskoðun á flokkun Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í Neðri- Þjórsá í vinnu við 3. áfanga, en það var ekki við það komandi að hálfu Verkefnisstjórnarinnar. Virtist þar gæta nokkurrar þvermóðsku, því að virkjunaraðilinn, Landsvirkjun, var tilbúinn að leggja fram nýjustu rannsóknarniðurstöður og verkhönnun. Störf Verkefnisstjórnar 2. áfanga og fyrrver- andi ríkisstjórnar sættu gagnrýni fyrir fleira en að færa virkjanirnar í Neðri-Þjórsá úr nýtingar- flokki, þar sem þær voru flokkaðar í 1. áfanga, yfir í biðflokk, á hæpnum forsendum. Gunn- laugur H. Jónsson, fyrrum eðlisfræðingur hjá OS, ritaði hinn 13. ágúst 2015 hvassa ádeilu Sultartangastöð Landsvirkjunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.