Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 56
54 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 gjafarfyrirtækisins McKinsey í Ósló, yrði fenginn til starfsins. Steingrímur „gúglaði“ Svein Harald og leist vel á það sem hann fann á netinu og hringdi til hans, en Svein Harald er nátengdur norska Verkamannaflokknum. Davíð Oddsson, fráfarandi formaður bankastjórnar Seðlabank- ans, kallaði norskan arftaka sinn „lausamann úr norska Verkamannaflokknum, sem enginn maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google, sem þekkir þó marga“. Þegar Steingrímur sá fram á að styttist í afgreiðslu frumvarpsins á þingi boðaði hann Svein Harald til landsins, en sagði að hann skyldi láta lítið fyrir sér fara. Sjálfstæðismenn lögðu til að málið færi til viðskiptanefndar milli annarrar og þriðju umræðu, sem tafði afgreiðslu þess um viku. Allan þann tíma var Svein Harald í felum á 1919 hóteli í gamla Eimskipafélagshúsinu í Pósthússtræti. Steingrímur reyndi að hafa ofan af fyrir honum á meðan í krafti þess að hann væri ekki þekkt andlit, fór með hann út að borða og einu sinni út að skokka. Daginn eftir að frumvarpið var afgreitt kom Svein Harald loks úr felum, það var föstudaginn 27. febrúar. Á blaðamannafundi var hann inntur eftir því hvenær hann hefði verið beðinn um að taka að sér starfið og sagðist hann þá ekki muna það. Davíð Oddsson taldi þetta „mjög sérkennilegt og alvarlegt svar“ og bætti við: „Annaðhvort hefur maðurinn alzheimer á mjög alvarlegu stigi eða hann sagði blygðunarlaust ósatt, þegar hann fékk fyrsta tækifærið til að tala við Íslendinga. Við skulum hans vegna vona að þetta sé alzheimerinn.“ Flokksbróðir Sveins Haralds úr norska Verkamannaflokknum, Jens Stoltenberg for- sætisráðherra, kom hingað í heimsókn eftir að vinstristjórnin var komin til valda og heimsótti nýja seðlabankastjórann. Sagt var að hann hefði spásserað um Seðlabankann „eins og hann ætti hann“. Davíð Oddsson sagði það eina ósmekk- legustu uppákomu af hálfu erlends fyrirmennis sem sést hefði hér á landi. Steingrímur lofaði samstarf þeirra Svein Haralds og sagði að „enginn hátíðleiki upp á gamla mátann“ hafi þvælst þar fyrir. Frásögn Steingríms af vali Sveins Haralds og samskipt- um þeirra tveggja lýsa ótrúlegri léttúð í mál- efnum sjálfs Seðlabanka Íslands. Steingrímur friðþægir kröfuhafa Þegar neyðarlögin voru sett í október 2008 höfðu Seðlabankinn og önnur íslensk stjórn- völd notið aðstoðar hins virta fjárfestingar- banka JP Morgan. Nýir valdhafar, sem komu að málum frá og með 1. febrúar 2009, réðu hins vegar til starfa lítið breskt ráðgjafarfyrirtæki, sem nefndist Hawkpoint. Þar með var farið á mis við mikla þekkingu JP Morgan á málum hér heima. Á sama tíma störfuðu alþjóðlega virtir fjárfestingarbankar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, það voru Barcleys Capital, UBS og Morgan Stanley. Í grein í Viðskiptablaðinu var þessu líkt við það ef knattspyrnulið Swindon Town ætti eitt í höggi við Bayern München, Chelsea og Barcelona. Vegur Hawkpoint var ekki meiri en svo að í árslok 2011 keypti Canaccord Genuity rekstur- inn og lagði vörumerkið niður. Það var mikil gæfa að JP Morgan aðstoðaði stjórnvöld í kjölfar falls bankanna og betra ef vinstristjórnin hefði þegið ráðgjöf þeirra áfram. Góðir alþjóð- legir sérfræðingar skipta sköpum, enda lítil þekking og reynsla af málum sem þessum til staðar hér á landi. En það var ekki einasta svo að minniháttar ráðgjafarfyrirtæki ætti í höggi við sterkustu fjár- festingarbanka heims heldur voru þau verkefni, sem Fjármálaeftirlitið skyldi annast á grund- velli neyðarlaganna, flutt án lagaheimildar til sérstakrar samninganefndar þriggja ráðuneyta undir forystu Indriða H. Þorlákssonar, setts ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Fundar- gerðir samninganefndarinnar eru í hæsta máta athyglisverð lesning. Fyrstu fundargerð vantar í þau gögn sem afhent hafa verið en strax í „Þau eiga okkur mikið að þakka í þeim efnum. Það er enginn vafi á að útkoma þeirra í kosningunum 2009 er algjörlega því að þakka að við björguðum þeim út úr samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þau fengu á sig nýjan svip með því að vera komin í samstarf við okkur með Jóhönnu í forystu og sluppu ótrúlega vel frá því að hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar allt hrundi. Aftur á móti var misjöfn hamingja með samstarfið við okkur í Samfylkingunni. Í baklandi flokksins var fólk sem ekki vildi vinna til vinstri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.