Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 20
18 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Allir sem vilja sjá gera sér grein fyrir því að reykvískir sjálfstæðismenn þurfa að endurskoða hvernig þeir standa að verki. Hér verður engin töfralausn boðuð. En það krefst ekki mikillar innsýnar í starf sjálfstæðismanna í Reykjavík til að komast að því að innra starfið – í hverfa- félögum og fulltrúaráði – er ekki sambærilegt við það sem var á árum áður. Innri togstreita og valdabarátta hefur ekki aðeins smitað starfið heldur dregið þróttinn úr því. Augljóst er að allir þessir aðilar þurfa að endurskoða hvernig staðið er að verki. Trúnaðarmenn flokksins verða að leita nýrra leiða í innra starfi og tryggja aðkomu almennra flokksmanna og áhrif þeirra. Þingmenn þurfa að leggja aukna rækt við borgarbúa og borgar- fulltrúar verða að stíga í takt hver við annan um leið og þeir berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðis- stefnunnar – stunda pólitík og veita aðhald með harðri en málefnalegri stjórnarandstöðu við meirihluta vinstrimanna í borgarstjórn. Á því liðlega einu ári sem liðið er frá borgarstjórnar- kosningum, hefur lítil farið fyrir stjórnarand- stöðu flokksins a.m.k. opinberlega, þar hafa fulltrúar Framsóknarflokksins tekið forystuna. Hrun meðal unga fólksins Fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal yngri kjósenda hefur hrunið. Í Reykjavík segjast aðeins 13,1% kjósenda á aldrinum 18 til 24 ára styðja flokkinn og aðeins 6,3% í vesturhluta borgarinnar (póst- númer 101-108). Staðan Sjálfstæðisflokksins er svipuð meðal þeirra sem eru á aldrinum 25-34 ára og litlu betri hjá kjósendum 35-44 ára eða 17,7%. Veik staða Sjálfstæðisflokksins meðal yngri kjósenda er alvarleg ekki síst þegar haft er í huga að um 52% kjósenda í Reykjavík eru yngri en 45 ára. Dræm kosningaþátttaka yngri kjósenda vegur lítillega upp lítið fylgi en breytir í engu þeirri tölfræðilegu staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gert sér vonir um að verða a.m.k. stærsti flokkurinn í höfuðborginni nema að ná verulegum árangri meðal yngri kjósenda. Með öðrum orðum: Stærsta verkefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík (og raunar á landinu öllu) er að ná eyrum ungra kjósenda og stuðningi þeirra í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig í kvenna- vandræðum, þótt hlutfallslega hafi dregið úr muninum á milli karla og kvenna. Ástæðan er að fylgi meðal karla hefur minnkað mun meira en meðal kvenna eða rúmlega helmingast frá árinu 2007. Samkvæmt Gallup var þriggja mánaða (maí til júlí 2015) meðalfylgi flokksins meðal reykvískra kvenna aðeins 18,5%. Árið 2007 (júlí-september) studdu liðlega 36% kvenna Sjálfstæðisflokkinn. Með hliðsjón af þessum köldu tölulegum staðreyndum verður vart komist að annarri niðurstöðu en að sjálfstæðismenn í höfuðborginni, verði að vinna skipulega að því að tryggja ungu fólki framgang í flokksstarfinu og tefla því fram í kosningum, jafnt til Alþingis og til borgarstjórnar. Hið sama á við um konur. Breytingar á framboðslistum duga skammt ef orðfærið breytist ekki, áherslurnar verða þær sömu, vinnubrögðin og skipulagið svipuð og á undanförnum árum. Karl, kona, ungur, gamall verður síðan aukaatriði þegar kjósendur skynja sannfæringarkraft frambjóðanda sem byggir á grunnhugsjón sjálfstæðisstefnunnar. Allir sem vilja sjá gera sér grein fyrir því að reykvískir sjálfstæðismenn þurfa að endurskoða hvernig þeir standa að verki. Hér verður engin töfralausn boðuð. En það krefst ekki mikillar innsýnar í starf sjálfstæðismanna í Reykjavík til að komast að því að innra starfið – í hverfa- félögum og fulltrúaráði – er ekki sam- bærilegt við það sem var á árum áður. Innri togstreita og valdabarátta hefur ekki aðeins smitað starfið heldur dregið þróttinn úr því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.