Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 37
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 35 I. Endurtekur sagan sig? Margir segja að sagan endurtaki sig stöðugt. Það er ekki alls kostar rétt ef sagan er skoðuð. Sagan endurtekur sig aldrei með nákvæmlega sama hætti. Samt sem áður eru ákveðin atriði sem við getum lært af, einkum hvað varðar hnignun heimsvelda og menningu fortíðar. Rómverjar voru voldugusta og öflugasta heimsveldið í margar aldir. Þeir tóku það besta úr grískri menningu og gerðu það að sinni og bættu við nýju verklagi, stjórnun og menningu einkum á sviði lögfræði og verkfræði. Þegar fram liðu stundir voru Rómverjar svo uppteknir við brauð og leiki og bardaga á Colosseum auk siðferðilegrar hnignunar að þeir gátu hvorki varið landamæri sín né menningu fyrir innrásar- liði skrælingja. Afleiðingin af því voru hinar myrku aldir þar sem menningu og siðfágun var úthýst og ófriður og öryggisleysi tók við af hinum svonefnda rómverska friði. Þau gildi sem voru mikilvægust í Róm og gerðu Rómverja að voldugasta heimsveldi sem nokkru sinni hefur verið til glötuðust um aldir. Í dag er Evrópa upptekin við brauð og leiki. Siðferðileg hnignun sýnir sig í auknum mæli bæði í einkalífi og viðskiptum m.a. vegna aukinnar ríkishyggju og áherslu á ábyrgðar- leysi einstaklingsins á eigin velferð. Ríkistrúin hefur í auknum mæli tekið við af kristinni trú og kristnum gildum. Nýjasta tegund iPhone vekur meiri eftirtekt fólks og fjölmiðla en villimannlegar aftökur og þrælkun þúsunda kristins fólks og annarra sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en villi- mennirnir sem leggja þorp þeirra og menningu undir sig í næsta nágrenni við Evrópu. Ríkjum sem áður tilheyrðu hinu forna Rómarveldi. Evrópa getur ekki lengur varið landamæri sín og því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir að við eigum í stríði við að varðveita menningu okkar siði og mannréttindi þeim mun líklegra er að við komumst hjá þeim örlögum sem Rómaveldi þurfti að sæta. Jón Magnússon Evrópa, Ísland og innflytjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.