Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 28
26 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
laganna haldi þeir enn fast við stefnu sína að
„[standa] áfram með þeim ríkjum sem við höfum
alltaf staðið með.“
Kveikjan að frumvarpi Pírata var viðurstyggi-
leg árás á starfsfólk skrifstofu franska viku-
blaðsins Charlie Hebdoe í París sl. janúarmánuð,
þar sem morðóðir íslamistar myrtu fjölda
manns vegna meints guðlasts. Í grunninn
beindist árásin þó að tjáningarfrelsinu í öllum
sínum myndum. Það má segja Pírötum til hróss
að þeir höfðu áður gert tilraun til að aflétta
refsiákvæði um fangelsisdóm af fleiri greinum
almennra hegningarlaga svipaðs eðlis, en
orðið frá að hverfa. En gott og vel, samþykkt
frumvarps Pírata felur í sér að nú skal enginn
lengur sæta sektum eða fangelsi samkvæmt
125. gr. hafi sá hinn sami leyft sér að draga
dár að eða smána trúarkenningar [.. ] löglegs
trúarbragðafélags. En er það svo? Í yfirferð sinni
komst allsherjar- og menntamálanefnd að þeirri
einróma niðurstöðu að grein 233 í almennum
hegningarlögum komi fyllilega í stað 125. greinar
og því enginn skaði skeður að fella hana úr
gildi. Þessi mikli sigur Pírata fyrir hönd frjálsrar
tjáningar var því varla sigurvímunnar virði.
Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins hreyfði nýlega við þessu máli í pistli
í Morgunblaðinu, þ.s. hún spurði hvers vegna
ekki hafi komið til skoðunar að afnema líka
233. gr. a. en þar segir:
„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber,
smánar eða ógnar manni eða hópi manna
með ummælum eða annars konar tjáningu,
svo sem með myndum eða táknum, vegna
þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða,
kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir
slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að
2 árum.“
Fyrsta grein þessara laga þar sem segir að
hver, „sem hefur í frammi hótun um að fremja refsi-
verðan verknað, og hótunin er til þess fallin að
vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða
velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum
…1) eða fangelsi allt að 2 árum“ ætti að duga
ágætlega til að verja hvern sem er fyrir slíkum
hótunum. Að móðgast eða finnast einhver
lítillækka sig hlýtur alltaf að vera huglægt mat
hvers einstaklings og ætti því ekki teljast til
refsiverðra glæpa. Í samfélagi sem vill kenna sig
við jafnrétti ætti grein 233. a. að vera að mestu
óþörf. Það mætti hins vegar skoða hvort róg-
burður, þ.e. álognar sakir ætti ekki að geta staðið
sem sjálfstæð grein innan 233. greinarinnar.
Lög um ófrægingar- eða haturs orðræðu
gagnvart einstökum hópum fólks hafa verið
að tínast inn í lagabálka í flestum löndum
hins Vestræna heims síðan stuttu eftir síðari
heimsstyrjöldina þegar þörfin fyrir vinnuafl til
uppbyggingar var hvað mest. Tilurð þeirra má
má rekja til nokkurra alþjóðlegra sáttmála um
mannréttindi auk borgaralegra- og pólitískra
réttinda (s.s. ECHR, CERD og ICCPR)1. Miða allir
þessir sáttmálar að því að setja tjáningarfrelsinu
skorður. Reyndin hefur þó verið sú að aðeins
sum þessara réttinda eru virk og þá aðeins
fyrir afmarkaða hópa. Enn er í flestum Evrópu-
löndum refsilaust að hæða og hóta kristnu
fólki og gyðingum útrýmingu þótt finna megi
undantekningar frá þeirri reglu. Og regluverkið
er furðu flókið. Franski fatahönnuðurinn John
Galliano var t.d. dæmdur fyrir andgyðingleg
ummæli um nafngreint fólk árið 2011 og
danski leikstjórinn Lars von Trier var stimplaður
persona non grata í Cannes fyrir andgyðingleg
ummæli sama ár. Víðast hvar í Evrópu mega
múslímar þó hóta gyðingum tortímingu. Í
Bretlandi er það lögbrot að bera kristin trúar-
tákn á sumum opinberum stofnunum, en ekki
að klæðast al-khimār eða shaylah slæðum af
trúarástæðum. Víða í Evrópu eru gyðingar hættir
að ganga með kippah (kollhúfur) sínar af ótta
við árásir. Þrátt fyrir skýr ákvæði um trúfrelsi
1 European Convention on Human Rights (ECHR), Inter-
national Convention on the Elimination of All Forms of
Racial Discrimination (CERD), International Covenant on
Civil and Political Rights (ICCPR)
Lög um ófrægingar- eða haturs orðræðu
gagnvart einstökum hópum fólks hafa
verið að tínast inn í lagabálka í flestum
löndum hins Vestræna heims síðan
stuttu eftir síðari heimsstyrjöldina þegar
þörfin fyrir vinnuafl til uppbyggingar var
hvað mest . Tilurð þeirra má má rekja til
nokkurra alþjóðlegra sáttmála um mann-
réttindi auk borgaralegra- og pólitískra
réttinda (s.s. ECHR, CERD og ICCPR).
Miða allir þessir sáttmálar að því að setja
tjáningarfrelsinu skorður. Reyndin hefur
þó verið sú að aðeins sum
þessara réttinda eru virk og þá
aðeins fyrir afmarkaða hópa.