Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 6

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 6
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 5 fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni. Í annarri umferð var kosið á milli Kristjáns Þórs og Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns. Þegar Guðlaugur Þór hlaut kjör sem ritari sagði hann við mbl.is: „Ritari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni. Það er það sem ég hef mestan áhuga á. Styrkur okkar felst í því öfluga tengslaneti sem við sjálfstæðismenn eigum um allt land.“ Kosning formanns, varaformanns og ritara Sjálfstæðisflokksins fór fram á lokadegi lands- fundarins, sunnudeginum 25. október 2015. Allir landsfundarfulltrúar voru kjörgengir og skrifuðu menn nafn þess sem þeir kusu á auðan kjörseðil. Venja hefur skapast um að gefa þeim sem vilja afla sér fylgis í kjörinu tækifæri til að ávarpa landsfundinn síðdegis laugardaginn fyrir kjördag. Bjarni talaði einn sem formannsframbjóðandi og Ólöf ein sem varaformannsframbjóðandi. Það fór undrunarkliður um salinn þegar Áslaug Arna 25 ára laganemi, fyrrverandi formaður Heimdallar og stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS), kvaddi sér hljóðs og flutti framboðsræðu sem ritaraefni. Ræðan snerist öðrum þræði um mikilvægt framlag ungs fólks til lands- fundarins og nauðsyn þess að fylgja því eftir af forystusveit flokksins. Í þeim anda hefði hún þá fyrr um daginn tekið ákvörðun um framboð sitt. Að lokinni ræðu Áslaugar Örnu flutti Guðlaugur Þór framboðsræðu sína. Hún virkaði dálítið útslitin miðað við ræðu keppi- nautarins. Guðlaugi Þór kom framboð Áslaugar Örnu greinilega í opna skjöldu. Hann hafði ekki haft neitt ráðrúm til að laga texta ræðu sinnar að gjörbreyttum aðstæðum. Ef mæla mátti hug fundarmanna af lófataki að loknum framboðsræðunum tveimur var ekki neinn vafi um að Áslaug Arna hafði höfðað meira til þeirra en Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttatíma sjónvarps klukkan 19.00 þennan sama laugardag dró hann framboð sitt til baka í beinni útsendingu. Hann mat stöðu sína og styrk rétt. Var það staðfest af viðbrögðum fundarmanna við ræðu hans sunnudaginn 25. október þegar hann hvatti fundarmenn til að styðja Áslaugu Örnu. II. Fyrir landsfundinn lá ljóst fyrir að ríkisstjórn- inni hefði tekist að búa þannig um hnúta að íslenskt efnahagslíf losnaði úr fjármagns- höftum án þess að þungar byrðar leggist á þjóðina. Í upphafi setningarræðu sinnar á fundinum lýsti Bjarni Benediktsson árangri af stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar meðal annars með þessum orðum: „Kaupmáttur hefur vaxið á hverju ári, störfum fjölgað, skuldir heimilanna og tekjuskattur lækkað. Kjörin eru að batna hratt. Slakinn í hagkerfinu er horfinn og verkefnið framundan er að sækja enn frekar fram. Stærsta efnahagsmálið, losun fjármagnshafta, er vel á veg komið og stefna stjórnarinnar hefur þegar aukið tiltrú á styrk íslenska efnahagslífsins. Ferðaþjón- ustan er í örum vexti, mikill uppgangur í sjávarútvegi og veruleg fjárfesting að eiga sér stað í fjölbreyttri iðnaðarstarfsemi. Við erum að fella niður tolla, höfum afnumið vörugjöld, bætur hafa hækkað og við höfum hafið nýja sókn í heilbrigðismálum og aukið framlög til rannsókna og nýsköpunar. Allt þetta hefur gerst á sama Bjarni Benediktsson hlaut afburðakosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða 96% atkvæða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.