Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 7

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 7
6 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 tíma og fjárlögum hefur verið skilað með afgangi og skuldir ríkisins lækka hratt.“ Þarna er brugðið ljósi á þáttaskilin sem urðu þegar kjósendur ráku ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sig- fússonar frá völdum. Í tíð þeirra var ekki tekist á við fjármagnshöftin af því að annað en þjóðarhagur réð ferðinni. Samfylkingin vildi nota höftin til að knýja á um aðild að ESB. VG vildi halda í þau til að hafa puttana í rekstri fyrirtækja og afskipti af neyslu einstaklinga. Landsfundurinn áréttaði fyrri andstöðu við aðild að ESB og um að ekki yrði rætt framar um aðild að sambandinu án þess að þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu. Var ekki ágrein- ingur um ESB-mál á fundinum ólíkt því sem gerst hefur á landsfundum frá árinu 2009. Að fundinum loknum létu sumir fjölmiðlar eins og þar hefði verið gerð tímamótasamþykkt um framtíð krónunnar. Þeir sem þetta sögðu kynntu sér ekki málið heldur kusu spuna gegn krónunni. Í ályktun landsfundar á árinu 2013 sagði um þetta efni: „Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokkn- um beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Í landsfundarályktuninni 2015 segir: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar vilja eiga þess kost að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni. Kanna skal til þrautar upptöku myntar sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunn- ar og gefa landsmönnum og fyrirtækjum frelsi til að ákveða hvaða gjaldmiðill hentar þeim best.“ Menn þurfa að vera sérkennilega innrétt- aðir til að telja þarna um tímamótamun á ályktununum að ræða. Krónan er mælieining á árangur, hún endurspeglar hið efnahags- lega jafnvægi. Í kröfunni um afnám hennar felst ekki síst gagnrýni á hagstjórnina. Afnámið er krafa um meiri aga auk þess sem sjálfstæði við peningastjórnun hverfi. Ávallt hljómar sérkennilega þegar forystumenn aðila vinnu- markaðarins hallmæla krónunni. Verðbólgu og þar með rýrnun krónunnar má ekki síst rekja til yfirspenntra kjarasamninga, Öllum ber saman um að boginn hafi verið spenntur mjög ef ekki of hátt við nýgerða kjarasamninga. Spurning er hvort stöðug- leikasamkomulagið sem SALEK-hópurinn svonefndi ritaði undir hinn 27. október 2015 dregur úr þessari spennu. Hópurinn var stofnaður árið 2013 með það að markmiði að færa kjarasamningsgerð hér í átt að því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Taka skal mið af svigrúmi samkeppnisgreina til launahækkana og samið um kjör með hliðsjón af því. Skammstöfunin „SALEK“ stendur fyrir „samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga“. Í hópnum eru fulltrúar ASÍ, BSRB, Reykjavíkurborgar, fjármálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sam- taka atvinnulífsins. Rammasamkomulagið sem SALEK hópur- inn skrifaði undir nær til meira en 70% vinnu- markaðarins og er fyrsta skrefið á tveggja ára vegferð til að koma á breyttu vinnulagi við kjarasamningsgerð. Markmið samkomu- lagsins er að auka kaupmátt við efnahags- legan og félagslegan stöðugleika á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs. Takist að ná þessu markmiði skapar það krónunni skjól. Þarna er brugðið ljósi á þáttaskilin sem urðu þegar kjósendur ráku ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar frá völdum. Í tíð þeirra var ekki tekist á við fjár- magnshöftin af því að annað en þjóðarhagur réð ferðinni. Samfylk- ingin vildi nota höftin til að knýja á um aðild að ESB. VG vildi halda í þau til að hafa puttana í rekstri fyrirtækja og afskipti af neyslu einstaklinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.