Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 8

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 8
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 7 III. Í þann mund sem skammdegið gengur í garð hefjast umræður um ríkisútvarpið (RÚV), fjárhag þess, stöðu og framtíð. Innan stjórnarliðsins er ágreiningur um hvort lækka eigi nefskattinn til RÚV á næsta ári eða halda honum óbreyttum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vill hverfa frá áformum um lækkun. Jafnframt má skilja orð hans þannig að hann vilji að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Ráðherrann hefur skrifað nokkrar almennar blaðagreinar um málefni RÚV málstað sínum til varnar. Af þeim má ráða að hann hyggist fara að fordæmi Bertels Haarders, menningarmálaráðherra Danmerkur, og skipa enn eina nefnd um málefni RÚV. Bertel Haarder er vinsælastur danskra stjórnmálamanna. Hann er úr Venstre-flokkn- um, mið-hægriflokknum, sem nú fer með stjórnarforystu í Danmörku. Mánudaginn 2. nóvember 2015 lýsti hann þeirri skoðun að danska ríkisútvarpið, DR, ætti að búa sig undir að afnotagjöld til þess lækkuðu og fjölmiðlaval Dana yrði fjölbreyttara. Haarder sagði við Berlingske Nyhedsbureau: „Það verður vaxandi vandamál að sífellt fleirum finnst að þeir greiði mikið til Danmarks Radio þótt þeir nýti sér alls ekki neinar DR-rásir. Sé litið fram á veg getur þetta skapað vanda. Af þessu leiðir að takmarka verður afnotagjaldið. Ekki dramatískt en það verður að fara lækkandi auk þess sem val á rásum eykst.“ Haarder sagði þetta þróun en ekki byltingu. Hann sagðist ekki vita hver lækkunin yrði eða hvernig valið yrði tryggt. Hann hefði ekki fullmótaða skoðun á málinu en það þyrfti að ræða næstu ár með hliðsjón af því að sam- komulag stjórnmálaflokkanna um fjölmiðla rynni út í lok árs 2018. Danski ráðherrann sagði skapa vanda að á ríkisreknum miðlum störfuðu fleiri blaða- menn en á öllum dagblöðum samanlagt. Þá skapaði það einnig vandamál að fréttastofa Danmarks Radio lyti einum fréttastjóra. Í því fælist ekki fjölbreytni. Þá bæru fréttir of mikið yfirbragð Kaupmannahafnar – sumir dag- skrárliðir væru eins og „Nørrebro lokalradio“. Ráðherrann tók fram að hann vildi ekki stríð, hann sagði sér kært sem fólki væri sameiginlegt og þar með public service þótt finna mætti annað nafn á fyrirbærið. Þess vegna vildi hann ekki leggja Danmarks Radio niður. Í þessum orðum felst skýr boðskapur: Danska þjóðin þarfnast samnefnara á sviði fjölmiðlunar en Danmarks Radio í núverandi mynd er ekki þessi samnefnari. Þar ríki of mikil einsleitni, ekki síst í fréttum undir einni stjórn. Þóttafull afstaða stjórnenda sem jaðrar við yfirlæti er ein af meginástæðum þess að andrúmsloft hefur skapast í kringum RÚV sem Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Bertel Haarde menningarmálaráðherra Danmerkur. Hann telur að danska ríkisútvarpið, DR, eigi að búa sig undir að afnotagjöld til þess lækki og fjölmiðlaval Dana verði fjölbreyttara. Mynd: Johannes Jansson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.