Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 13
12 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Í orðabók fjármálamarkaða eru innviðir sagðir tvennskonar; annars vegar efnahags- legir eða hefðbundnir innviðir og hins vegar félagslegir innviðir. Með efnahagslegum innviðum er til dæmis átt við samgöngur (hafnir, flugvellir, vegir, brýr, jarðgöng, bíl- astæði), veitur (veitufyrirtæki, orkudreifing, orkuvinnsla, vatn, skólp, sorp) og samskipti (miðlun, dreifing, samgöngumannvirki). Félagslegir innviðir eru skilgreindir sem skólar og aðrar menntastofnanir, mannvirki og þjónusta tengd heilbrigðiskerfinu (svo sem hjúkrunarheimili fyrir aldraða), mann- virki og þjónusta tengd dómstólum, fangelsi og íþróttahús og -leikvangar. Þegar kemur að fjárfestingum í innviðum rekumst við á töluverðar aðgangshindranir; stærðarhagkvæmni er mikil enda fastur kostnaður hár en breytilegur kostnaður hlutfallslega lægri, eftirspurn er óteygin, rekstrarkostnaður lágur, reglugerðarumhverfi flókið og samningar ítarlegir með langan líftíma. Er eftirspurn eftir aðkomu einkaaðila? Skortur á innviðafjárfestingum virðist vera alþjóðlegt vandamál. Opinber fjárfesting hefur farið lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í Evrópu síðan á áttunda áratugnum, úr rúmlega 5% í um 2,5%. Efna- hags- og framfarastofnunin, OECD, telur að fjárfestingarþörf í innviðum sé hátt í helmingi meiri eða 4,1% af vergri landsframleiðslu. Sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu er ein ástæða fyrir takmörkuðum og minnkandi fjár- festingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðum. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld auðvitað hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en um leið átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Einnig geta stjórnvöld leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða og það hafa þau gert. Markmiðið er að lækka ríkisskuldir og draga úr hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostn- aðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjón- ustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Aðkoma einkaaðila að innviðafjár- festingum hefur almennt reynst vel. Helsti kosturinn hefur verið sá að framkvæmdir með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftast nálægt eða undir kostnaðaráætlun. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög voru áður fyrr einkum á skuldahliðinni þegar kom að innviðafjárfestingum. Það má segja að það hafi breyst með ríkisstjórn Margrétar Thatch- ers í Bretlandi á níunda áratugnum, með einkavæðingu og reglugerðarbreytingum sem miðuðu að því að lækka skuldir ríkissjóðs. Árið 1992 tóku stjórnvöld í Bretlandi upp á því að greiða tilgreindar greiðslur til einkaaðila sem fullnægðu fyrirfram skilgreindri þörf á innviðum. Þessi aðferð Breta við innviðafjár- festingar fékk síðar brautargengi í Ástralíu og Kanada. Nú er svo komið að fjöldamörg lönd, þar á meðal Spánn, Frakkland, Þýskaland, Bandaríkin, Ítalía, lönd í Skandínavíu og mun víðar, hafa tileinkað sér aðkomu einkafjár- magns að innviðum. Er áhugi einkaaðila á innviðafjárfestingum til staðar? Áhuginn er vissulega til staðar og innviðafjár- festingar eru orðnar sérstakur eignaflokkur. Meginástæðan er breytt afstaða stofnana- fjárfesta til eignadreifingar og áhættu; þróun sem hófst í raun eftir alþjóðlegu niðursveifluna árið 2000. Þá kynnti fjármálageirinn til sög- Opinber fjárfesting hefur farið lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í Evrópu síðan á áttunda áratugnum, úr rúmlega 5% í um 2,5%. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur að fjárfestingarþörf í innviðum helmingi meiri eða 4,1% af vergri landsframleiðslu. Sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu er ein ástæða fyrir takmörkuðum og minnkandi fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.