Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 18

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 18
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 17 langtímaáætlanir um aðkomu hins opin- bera, styrki og meðfjárfestingar. Mikilvægi innviðafjárfestinga einkaaðila mun aukast Sívaxandi umræða á sér stað um þörfina á fjárfestingum í innviðum, bæði upp- safnaða þörf og fyrirsjáanlega þörf vegna mannfjöldaþróunar og komu ferðamanna. Opinberi geirinn mun varla einn geta komið að öllum þeim verkefnum sem framundan eru. Ríkið mun eflaust alltaf verða ráðandi í innviðafjárfestingum eða að minnsta kosti gegna veigamiklu hlutverki, svo sem í krafti löggjafarvalds um innviði, í tengslum við einkavæðingu eigna, sem eftirlitsaðili, sem kaupandi eða greiðandi eða sem meðfjárfestir. Innviðafjárfestingar einkaaðila, sem voru áður lítill og sérhæfður markaður, eru í dag viðurkenndur eignaflokkur sem mætir vel þörfum stofnanafjárfesta. Mikilvægi slíkra fjárfesta í innviðum mun klárlega aukast á komandi árum en enn eru þó ýmsar hindranir í veginum, jafnt pólitískar sem lagalegar. Hér á landi eru nokkur stór verkefni í samgöngumálum sem vel myndu falla að kostum einkafjármögnunar, auk fjölmargra tækifæra í einkavæðingu og félagslegum innviðum. Vandaðir útreikningar á þjóðhagslegri arð- semi einstakra verkefna þurfa að liggja fyrir og val verkefna þarf að taka mið af þeim. Eitt er þó alveg ljóst, að Ísland getur ekki búist við því að verða aftur land með A lánshæfi en með D innviði. Gísli Hauksson er hagfræðingur að mennt. Hann er forstjóri og stofnandi fjármálafyrirtækisins Gamma. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar, á ekki sjö dagana sæla. Samfylkingin stefnir í að verða áhrifalítill smáflokkur. Á Alþingi er þingflokkur samfylkinga sundur- tættur og sundurþykkur. Árni Páll segir ástandið ekki sér að kenna og enginn þing- manna hreyfir mótmælum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem gerði misheppnaða leifturárás á Árna Pál, hefur lítið til málanna að leggja. Össur Skarphéðinsson situr rólegur, býður eftir kallinu og minnir á að þegar hann sat á formannsstóli hafi Samfylkingin mælst með um og yfir 30% fylgi. Síðan hafi leiðin legið niður á við, fyrst með Ingibjörgu Sólrúnu og síðan Jóhönnu. Arnar Sigurðsson, sem er einn beittasti penni hægri manna hér á landi, bendir á eina skýringu á fylgistapi Samfylkingarinnar. Hann talar um Árna Pál sem fráfarandi formann. Í pistli á bloggsíðu sinni bendir Arnar á að á flokksstjórnarfundi laugardaginn 14. nóvem- ber hafi Árni Páll sagt meðal annars: „Fólk flýr Ísland þrátt fyrir gott efna- hagsástand til að fá að búa við þau samfélagsgæði sem sósíaldemókratísk forgangsröðun hefur skilað.“ Daginn eftir, sunnudaginn 15. nóvember, var Árni Páll í viðtali á Eyjunni á Stöð 2 og sagði: „Íslenskur vinnumarkaður stendur þannig núna að það er skortur á mannafla, aldrei verið betri aðstæður til að taka á móti útlendingum sem eru tilbúnir til þess að búa sér lífsviðurværi hér….það eru öfunds- verðar aðstæður hér.“ Það er ekki hægt annað en taka undir með Arnari þegar hann skrifar: „Já það er eitthvað svo skrítið af hverju sumir tapa tiltrú kjósenda……“ Talað út og suður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.