Þjóðmál - 01.12.2015, Side 28

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 28
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 27 Hinn 13. júlí 1703 rann upp bjartur og fagur á Þingvöllum. Blá slikja lá yfir skóg- unum milli Hrafnagjár og Almannagjár, þar sem næturdöggin leystist upp í gufu fyrir hlýjum geislum morgunsólarinnar. Fuglasöngur ómaði í kjarri og lofti. Silfur- gljátt vatnið féll blítt að skrúðgrænum töngum og kjarri vöxum hólum. Hrafna- björg og Arnarfell voru dökk og svipþung, en á aðra hönd skein sólin á hvítan koll Skjaldbreiðs, en á hina hönd var Hengill- inn grænblár með hvítum gufustrókum, er lagði hátt upp í vindlaust loftið. Það var einn af þeim ógleymanlegu morgnum á Þingvöllum, þegar náttúran tjaldar sínum fegursta skrúða og lífið virðist dásamlegt og fagnaðarríkt.1 Svo fallega og skáldlega lýsir Árni Óla morgni á Þingvöllum og lesandinn minnist ósjálfrátt annars morguns í túlkun norska tónskáldsins Edvard Griegs úr tónlistaverkinu Pétur Gautur. Ef til vill ekki sanngjarnt að bera saman en tilfinningin á það stundum til að bera skynsemina ofurliði. Pétur Gautur var maður breyskur og lenti í mörgum hremm- ingum og ævintýrum. Hins vegar var ekkert 1 Árni Óla, kaflinn Útilegumenn á Reykjanesi í bókinni Frásagnir, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1955 umhverfismál Sigurður Sigurðarson Þversögnin Mynd: Sigurður Sigurðarson

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.