Þjóðmál - 01.12.2015, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 30
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 29 plöntutegunda og gróðursamfélaga, hraða jarðvegsþykknunar, hlutfalli frjókorna og fleira. Rannsóknirnar benda til þess að gróður hafi þakið allt að þremur fjórðu hlutum landsins. Það sem upp á vantar eru vötn og jöklar. Nú draga fæstir þessar staðreyndir í efa. Íslenska vistkerfið hefur tekið miklum stakkaskiptum í aldanna rás. Landið er ekki nálægt því eins byggilegt og þegar fyrstu landnemarnir settust hér að fyrir um 1100 árum. Hnignunin er gífurleg og mun meiri en flestir eiga auðvelt með að gera sér í hugarlund og hún snertir ekki einung- is hina hefðbundnu nýtingu landsins til landbúnaðar heldur og fleiri svið íslensks þjóðlífs.3 Þessi orð eru í grein eftir Andrés Arnalds, núverandi fagmálastjóra Landgræðslu ríkisins. Hann nefnir að rýrnun skóga hafi orðið vegna skógarhöggs, óhóflegrar beitar og þjóðin hafi að sjálfsögðu þurft á eldiviði að halda allt frá landnámi. Skógur var ruddur til að gera beitarlönd fyrir búfé og svo var hann miskunnarlaust beittur. Smám saman hurfu þeir að mestu leyti og eftir var auð jörð sem víðast blés upp í kjölfarið. Enn má sums staðar sjá kolagrafir fjarri allri mannabyggð eins og minnismerki um það sem áður var. Nærri ellefuhundruð og fimmtíu ár hafa liðið frá því ári sem hefð er fyrir að miðað land- námið við. Á þeim tíma hefur margt gerst og landi hnignaði með hverju árhundraði. Það er flestum skiljanlegt ella hefði þjóðin ekki náð að lifa af var þó nógu margt annað fólki að fjörtjóni. Hins vegar var landi aldrei breytt þó gróðurhulan rýrnaði af mannavöldum og hvarf síðan víða. Ef undan er skilin sú smávægi- lega breyting að farvegi Öxarár var breytt til að þingheimur við Lögberg fengi nægt drykkjarvatn stóð þjóðin aldrei að neinum landbreytingum. Tæknilega gat hún það ekki - fyrr en í dag. Nútíminn Fólk sem komið er á miðjan aldur lítur gjarnan 3 Andrés Arnalds, „Landgæði á Íslandi fyrr og nú“, Skógræktarritið 2001, Skógræktarfélag Íslands. til foreldra sinna, jafnvel afa og ömmu, og ber líf þeirra saman við sitt eigið. Nútímanum er ljóst að fyrri kynslóðir unnu meira, gáfu sér minni frítíma, miðuðu líf sitt og starf við að framfleyta fjölskyldu sinni, þræluðu sér út. Í dag er lífið um flest frábrugðið þó í grunninn sé markmiðið hið sama; hafa vinnu, eignast þak yfir höfuðið og eiga fyrir mat. Nú er frítíminn miklu rýmri en genginna kynslóða og raunar er það svo að frí er tiltölulega nýtt hugtak í íslenskum raunveru- leika. Af auknum frítíma leiðir að afþreying er orðin afar stór atvinnuvegur og byggist á því að hafa ofan af fyrir fólki, yfirleitt utan vinnutíma. Stór hluti hennar er útivist og ferðalög. Án þess að teygja frekar lopann skal einfaldlega fullyrt að meiriháttar viðhorfs- breyting hafi orðið hjá þjóðinni. Nútíminn skilur landið sitt að mörgu leiti á annan hátt en forfeðurnir. Kynslóðir sem fæddar eru eftir miðja síðustu öld og afkomendur þeirra eru afsprengi almenns og vaxandi góðæris í Af auknum frítíma leiðir að afþreying er orðin afar stór atvinnuvegur og byggist á því að hafa ofan af fyrir fólki, yfirleitt utan vinnutíma. Stór hluti hennar er útivist og ferðalög. Án þess að teygja frekar lopann skal einfaldlega fullyrt að meiriháttar viðhorfsbreyting hafi orðið hjá þjóðinni. Mynd: Sigurður Sigurðarson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.