Þjóðmál - 01.12.2015, Side 37

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 37
36 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 meiri sóknar mannsins í óendurnýjanlegar auðlindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna í þessum málum opinberar þá sem auð- lindasóða.8 Þannig ritaði þáverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu. Í fljótu bragði virðist sem höfundurinn hafi rétt fyrir sér en af öllu sem hér hefur verið nefnt má draga þá áætlun að sjálfstæðismönnum sé verulega annt um náttúru landsins. Margir þeirra telja ekki alla virkjunarkosti jafngóða. Þeir geta verið rekstralega óhagkvæmir eða staðsetningin rekst á við önnur not eins og ferðaþjónustu og þá ört stækkandi tegund afþreyingar sem nefnist einfaldlega útivera. Rammaáætlun er nauðsynlegt verkfæri til 8 Tryggvi Þór Herbertsson í greininni „Auðlin- dasóðar“ sem birtist í Morgunblaðinu 25. apríl 2012 að gera sér grein fyrir virkjunarmöguleikum og þeim vítum sem ber að varast. Eða hvað skal til bragðs taka þegar ætlunin er að virkja Hólmsárlón eða Langasjó? Það er auðvelt að búa til uppnefni en orðið umhverfissóði er ekki nýyrði. Gæti verið að hnignandi fylgi Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnunum tengist á ein- hvern hátt þeirri staðreynd að ekki teljist allir þeir til vinstri manna sem vilja vernda náttúru landsins? Hvert hefur þá fylgið farið? Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar eftirfarandi í Morgunblaðið 26. maí á þessu ári: Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu- hlutverki í innleiðingu framfara í íslenskum atvinnuháttum. Í dag stendur yfir enn ein orrustan um nýtingu orkuauðlinda til eflingar íslensku samfélagi, aukna verðmætasköpun, aukin tækifæri og fjöl- breyttari störf fyrir ungt fólk. Það má segja að sömu öfl takist á nú og hafa tekist á um þessi mál síðustu áratugi. Það er mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir þeim mikilvægu ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir.9 Margt hefur breyst til hins betra á liðnum áratugum. Eðlilega breytast viðhorf og nýjar kynslóðir koma til sögunnar sem hafa alist upp við önnur gildi en forfeðranna. Þó svo að flestir átti sig á gildi raforkunnar fyrir þjóðina og að brýnt sé að virkja eru skoðanir skoðanir skiptar, jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins. Sá tími er liðinn að hægt sé að seilast í náttúru- verðmæti og virkja þau með þeirri réttlætingu að verið sé að efla íslenskt samfélag, auka verðmætasköpun, fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. Sé slíkum málfundaæfingum beitt má benda á að nákvæmlega sömu rök gilda um verndun náttúruverðmæta. Gegn því er erfitt að mæla, jafnvel þó í hillingum sé þessi sæstrengur til Bretlands. Í samþykkt á nýloknum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins segir um rammaáætlun: Fylgja skal í einu og öllu því ferli sem kveðið er á um í lögum um rammaáætlun. 9 Jón Gunnarsson í greininni „Rammaáætlun - rofin sátt“ sem birtist í Morgunblaðinun 26. maí 2015. Gæti verið að hnignandi fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun- um tengist á einhvern hátt þeirri staðreynd að ekki teljist allir þeir til vinstri manna sem vilja vernda náttúru landsins? Hvert hefur þá fylgið farið? Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október síðastliðnum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.