Þjóðmál - 01.12.2015, Page 43

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 43
42 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 aldri og með mismunandi sjónarmið. Það er því tekist á um margt þegar komast á að samkomulagi um ályktanir. Og stundum er hressilega tekist á. Hver er tilgangurinn? En hvaða tilgangir þjónar málefnastarf sem þetta? Fyrir leikmenn mætti oft ætla að til lítils væri að vinna. Þannig segir í lokaútgáfu ályktunar allsherjar- og menntamálanefndar á Landsfundi 2015: „Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrund- velli annarra fjölmiðla. Landsfundur leggur til að þörf samfélagsins fyrir ríkisfjölmiðli verði endurskilgreind og Ríkisútvarpið ohf. verði lagt niður í núverandi mynd.” Og enn fastar er að orði komist í ályktun fjárlaganefndar: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að selja eigi ákveðnar ríkiseignir s.s. eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum, rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og annan verslunarrekstur Isavia sem og RÚV.” Varla voru Landsfundafulltrúar komnir til síns heima þegar ráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði til að nefskattur Ríkisútvarpsins yrði hækkaður frá því sem ætlað er í fjárlagafrum- varpinu fyrir 2016 og ekki virðist nokkurra breytinga að vænta á rekstri Ríkisútvarpsins, þessa nátttrölls á fjölmiðlamarkaði, sem aðeins getur starfað í skjóli þvingaðrar áskriftar. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ólíklegir til að gera mikið með aðrar rót- tækar tillögur sem samþykktar voru. Er ekki ólíklegt að þar megi skýra að nokkru slaka útkomu flokksins í kosningum til Alþingis og í skoðanakönnunum síðustu tveggja ára. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur leiðandi afl í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og minni afskiptum hins opinbera. Ungt fólk sér aðeins endurspeglast í flokknum lítt spenn- andi talsmenn miðjumoðs sem aðeins sjá lausnir í lögum og reglugerðum stjórnmála- og embættismanna. Ályktanir skipta miklu máli En ályktanir landsfundar skipta miklu máli. Innihald þeirra er hin formlega afstaða Sjálf- stæðisflokksins til þeirra mála sem um er fjallað. Þannig geta að sjálfsögðu kjörnir fulltrúar flokksins, hvort sem er í sveitastjórnum eða á þingi, verið þeim ósammála og fylgt frekar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur leiðandi afl í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og minni afskiptum hins opinbera. Ungt fólk sér aðeins endurspeglast í flokknum lítt spennandi talsmenn miðjumoðs sem aðeins sjá lausnir í lögum og reglugerðum stjórnmála- og embættismanna. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins situr fyrir svörum á landsfundi í október síðastliðnum.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.