Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 53

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 53
52 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 bjarga sjálfstæði okkar en að veita því í stærri farveg og öðlast hlutdeild, að vísu litla, í stóru fjölþjóðlegu samfélagi, sem lýtur stjórn mandarína. Þessar nýju átakalínur urðu til í tvenns konar gjaldþroti. Annars vegar var þar um að ræða hrun sameignarhugsjónarinnar innan svokallaðs „alræðis öreiganna”. Þar standa menn lamaðir eftir, með hugsjónina að vísu, en án verkfæra til að framkvæma hana. Hins vegar eru þeir sem trúa á einstaklingsfrelsi og markaðshagkerfi. Þeir trúðu því um tíma að þeirra hugsjón hefði sigrað heiminn. En það var verkfærið, kapítalisminn, sem bar sigur úr býtum. Nú er heimurinn í þjónustu hans. Eftir að hafa næstum kafnað í faðmi alræðisins, er heimurinn að drepast í dróma kapítalismans, sem er lénsskipulag nútímans. Hver er staða Íslands í þessum heimi, landsins sem var stofnað til að forðast léns- skipulag? Hún er reyndar ekki slæm. Hún er frekar góð. Þó eru blikur á lofti. Forsendur sjálfstæðis Þrátt fyrir stjórnmálalegt umkomuleysi, sem ríkir nú um stundir, hafa Íslendingar stöðu til að leggja rækt við lýðræðið, styrkja sjálfstæði sitt og efla fullveldi. Fyrir því eru þó nokkrar þungvægar forsendur. Ein veit að okkur sjálfum og sjálfsvirðingu okkar. Önnur veit að efnahagslegum grund- vallarhagsmunum og sú þriðja veit að sambandi okkar við umheiminn. Því er ekki að neita að á þessum þríþætta grundvelli hafa komið fram veikleikar. Þeim má líkja við bresti, sem ekki er gefið að séu traustabrestir. Til þess að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar, þarf sjálfstraust. Við þurfum að trúa á menn- ingu okkar og menntun. Við þurfum að trúa á mátt tungunnar og vísinda til að glíma við viðfangsefni nútímans. Við verðum að bera traust til verkmenningar og tækniþekkingar. Við þurfum að hafa sannfæringu fyrir því að á þessum sviðum getum við fylgst með, tekið þátt í framförum og stuðlað að nýjungum. Við þurfum umfram allt annað að leggja rækt við grundvallarstofnanir okkar og treysta þeim. Ef þjóðin sýnir Alþingi tómlæti, verður sjálfstæði hennar sjónarspil eitt. Ef íslenskt réttarfar nýtur ekki virðingar, hrynja vörður og vegferð reynist óviss. Ef formlegt mat á efnahag þjóðarinnar, gjaldmiðilsmálin, losnar úr tengslum við raunveruleikann, verður skyggni takmarkað og hálla á ísnum en góðu hófi gegnir. Ef kristileg siðferðivitund leysist upp í afstæðiskviksyndi, verður allt leyfilegt og löglegt, líka tómlæti og uppgjöf. Á allar þessar stoðir reyndi í efnahags- kreppunni sem hófst 2008. Miklir veikleikar komu í ljós og tjónið varð verulegt. En engin stoðanna brast, þótt margir misstu trúna og héldu ekki höfði. Það reyndist mögulegt að bregðast við mjög erfiðum aðstæðum. Ef Íslendingar þurfa staðfestingu á því að þeir hafi til þess getu að stýra sjálfstæðu þjóðríki, þá þurfa þeir ekki aðeins að horfa til síðasta áratugar liðinnar aldar, sem var lengsta stöðugleika- og uppbyggingartímabil lýðveldisins. Þeir geta ekki síður litið til krepp- unnar og þeirrar staðreyndar að stofnanir lýðveldisins stóðust álagið. En áfallið, einkum hið sálræna, var mikið. Margir eru enn í þörf fyrir áfallahjálp. Eins og alltaf, þegar sjálfstraustið bilar, þarf pólitíska forystu. Það er ekki viðfangsefni þessa pistils að svara því hvort hún finnst. Á hinn bóginn er mér ljóst, að meðal þeirra stofnana, sem stóðust álagið, voru stjórn- málaflokkarnir. Þeir eru að vísu einna verst leiknir. En þeir standa enn. Og innan þeirra Þessar nýju átakalínur urðu til í tvenns konar gjaldþroti. Annars vegar var þar um að ræða hrun sameignarhug- sjónarinnar innan svokallaðs „alræðis öreiganna.” Þar standa menn lamaðir eftir, með hugsjónina að vísu, en án verkfæra til að framkvæma hana. Hins vegar eru þeir sem trúa á einstaklings- frelsi og markaðshagkerfi. Þeir trúðu því um tíma að þeirra hugsjón hefði sigrað heiminn. En það var verkfærið, kapítalisminn, sem bar sigur úr býtum. Nú er heimurinn í þjónustu hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.