Þjóðmál - 01.12.2015, Page 61

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 61
60 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 þar sem það mun vakna til lífsins strax og rótlausustu öfl stjórnmálanna ná saman. Hluti af vandanum er þó ekki beinlínis ákvarðanafælni samræðustjórnmálanna, mál- rófsástin og hugleysið. Þessi vandmeðfarni hluti af sambandi okkar við umheiminn á sér jákvæðan uppruna. Hann rekur ættir sínar til drengskapar, sómatilfinningar og mannkosta. Ég hef heyrt unga forystumenn í utan- ríkismálum Íslendinga tala með upphafinni virðingu fyrir ófrávíkjanlegum alþjóðlegum reglum, og órofa samstöðu með vinum og bandamönnum. Það er kurteisi þessara forystu- manna og háttvísi sem blæs þeim slíkar tilfinningar í brjóst. Að mati þeirra eru í gildi ófrávíkjanlegar alþjóðlegar reglur, sem veita ekki síst þeim skjól sem eru smáir og halda aftur af hinum sem eru stórir. Að mati þessa drengskapar- og mannkosta- fólks getum við trauðla annað en farið í fótspor vinanna, þótt við höfum tekið tak- markaðan eða engan þátt í að marka leiðina. Að öðrum kosti verður eftir því tekið og við verðum hornreka eða jafnvel svartur sauður í samfélagi vina og bandamanna,. Gallinn er sá að við höfum nýleg og sláandi dæmi um hið gagnstæða. Við vitum að þótt reglur séu til, gilda þær ekki um alla, alltaf. Þar koma til hagsmunir. Og hagsmunir hinna stóru vega þyngra en hinna smáu. Við vitum líka að vinátta getur gufað upp. Og gerir það oft mjög hratt. Fjölþjóðlegar reglur og þjóðlegir hagsmunir Hér verður ekki dokað lengi við slík nýleg dæmi. Aðeins eitt verður hér dregið fram um takmarkað gildi fjölþjóðlegra reglna. Ég var í hópi þeirra sem réttu upp hendina á Alþingi þegar við ákváðum að ganga í EES. Málið orkaði tvímælis. Það var ekki víst Ég ítrekaði þá spurningu mína um ástæður fyrir aðgerðaleysi fram- kvæmdastjórnarinnar gagnvart ólög- legum aðgerðum Breta. Þá varð löng og vandræðaleg þögn. Reglur gilda ekki um alla, alltaf. Þar koma til hagsmunir. Og hagsmunir hinna stóru vega þyngra en hinna smáu. Við vitum líka að vinátta getur gufað upp. Og gerir það oft mjög hratt.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.