Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 66

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 66
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 65 krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um uppgjör á Icesave-skuldum Landsbankans, væri fjárkúgun: „Ég hef heyrt þann orðróm að þarna séu tengsl á milli og ef það er svo að þetta sé fyrirfram skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins til þess að koma hér að málum, að við gerum upp öll þessi ósköp í Bretlandi og Hollandi án þess að það liggi endilega fyrir að okkur sé lagalega og þjóðréttarlega skylt að gera það, þá er það auðvitað ekkert annað en fjárkúgun. Þá eru allar okkar verstu martraðir að rætast hvað varðar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“ Þegar þessi orð voru sögð var Steingrímur J. í stjórnarandstöðu. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2009, nokkrum dögum áður en hann tók við embætti fjármálaráðherra í minnihlutastjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna með stuðningi Fram- sóknarflokksins, tók hann af öll tvímæli um að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka: „Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðla- banka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB. Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuld-um vegna Icesave reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda.“ Kúba og Norður Kórea Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið 9. júní: „Eftir að hafa farið vandlega yfir málið með samninganefnd íslenska ríkisins sann- færðist ríkisstjórnin um að ekki væri hægt að ná betri samningum án þess að taka enn frekari áhættu með framhald endur- reisnarstarfsins sem nú stendur yfir. Lengra yrði ekki komist án harkalegra árekstra við alþjóðasamfélagið eða mikilla tafa á endur- reisnarstarfinu. Skiptir þar sköpum það 7 ára svigrúm sem gefið er til að nýta sem best eignir Landsbankans til að borga upp skuldina, áður en til ábyrgðar eða útgjalda íslenska ríkisins gæti komið.“ Gylfi Magnússon, sem hafði verið skipaður viðskiptaráðherra, gekk enn lengra en forsætisráðherra í baráttunni fyrir samþykkt samninganna við Breta og Hollendinga. Hann sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Stöð 2: „Þá væri einfaldlega allt í uppnámi, öll sam- skipti okkar við erlend ríki, áætlun Alþjóða– gjaldeyrissjóðsins, lánasamningarnir frá Norðurlöndum og raunar líka hversdagslegir hlutir eins og alþjóðleg bankaviðskipti.“ Þetta var sagt 26. júní og viðskiptaráðherra setti fram dómsdagspá sína ef samningarnir yrðu ekki samþykktir: „Við værum bara eiginlega búin að einangra okkur frá umheiminum og komin aftur á einhverskonar Kúbu-stig. Við verðum svona Kúba norðursins.“ Sýn Gylfa Magnússonar var í takt við aðra Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra vinstri stjórnarinnar, var sannfærður um að Ísland yrði Kúba norðursins, ef Svavars-samningarnir yrðu ekki samþykktir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.