Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 68

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 68
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 67 svartsýnisspá. Sama dag var gamall starfsfélagi Gylfa við hagfræðideild Háskóla Íslands, ekki að skafa utan af hlutunum í Fréttablaðinu: „Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unn- vörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður- Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins.“ Fréttablaðið hafði síðan orðrétt eftir Þórólfi um hvað gerðist ef Icesave-samningarnir næðu ekki fram að ganga: „Þetta er alveg hrikalega ljót sviðsmynd sem þá kemur upp.“ Í pistli á heimasíðu sinni 29. júní skrifaði forsætisráðherra. „Með samkomulaginu er háum þröskuldi rutt úr vegi endurreisnaráætlunar Íslands og með því opnast á ný, þær efnahagslegu og pólitísku dyr til alþjóðasamfélagsins sem framtíð Íslands byggir ekki hvað síst á. Að mínum dómi hefur það markmið Alþingis náðst með Icesave samningun- um að tekið yrði tillit til „hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í“. Það er gert með því að ríkið þarf ekki að inna neinar greiðslur af hendi næstu sjö ár meðan Íslendingar eru að vinna sig út úr efnahagsvandanum. Höfuðstólinn greiðist þennan tíma niður eins og tök eru á með tekjum af eignum Landsbankans.“ Mogginn í liði vinstri stjórnar Morgunblaðið gekk til liðs við ríkisstjórnina. Í leiðara 6. júní var tekið fram að niðurstaðan í Icesave-málinu væri ekki góð en „Íslendingar voru komnir út í horn og áttu ekki annan kost í þröngri stöðu en að semja – eins blóðugt og það er“. Leiðarahöfundur undir ritstjórn Ólafs Þ. Stephensens skrifaði síðan: „Með því að niðurstaða er fengin gagnvart Bretum og Hollendingum er kannski von til þess að fyrirstöðum fækki í alþjóðasam- félaginu og fara megi að einbeita sér að því að koma íslensku efnahagslífi í gang.“ Í Reykjavíkurbréfi sem birtist sunnudaginn 14. júní hélt ritstjórn Morgunblaðsins áfram að verja Svavars-samningana: „Samningamenn Íslands virðast því hafa náð talsverðum árangri. Lengi má deila um hvort hægt hefði verið að gera betur. Vext- irnir virðast hins vegar hagstæðari en þeir, sem íslenzka ríkinu hefðu boðizt ef leitað hefði verið fjármögnunar annars staðar. Menn verða líka að átta sig á því að fjár- magn liggur alls ekki á lausu þessa dagana og langtíma-vextir eru enn frekar háir.“ Nokkrum dögum eftir eftir undirritun Icesave-samninganna komu upp efasemdir um að ríkisstjórnin hefði þingmeirihluta fyrir samþykkt þeirra. Jóhanna var þess hins vegar fullviss og sagðist treysta því „að málið hafi fullan stuðning stjórnarflokkanna þegar Ritstjóri Morgunblaðsins varði Svavars-samningana m.a. í Reykjavíkurbréfi í júní 2009.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.