Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 71

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 71
70 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Þótt mikill meirihluti Íslendinga væri andvígur því að ríkissjóður geng- ist í ábyrgð fyrir Icesave- skuldum Landsbankans, átti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sér öfluga stuðningsmenn, ekki síst meðal háskólamanna. Einn þeirra Stefán Ólafs- son, prófessor við Háskóla Íslands, tók til máls og barðist fyrir því að fyrsti Icesave-samningurinn yrði samþykktur. Í grein sem birtist í Frétta- blaðinu 17. ágúst 2009 hélt Stefán því fram að Íslend- ingar myndu opinbera sig sem ræningjaþjóð ef látið yrði reyna að ábyrgðina fyrir dómstólum. Ekki sé „viðeigandi að betla né hlaupa frá málinu“. Stefán Ólafsson skrifaði meðal annars: „Svo segja menn að ábyrgð okkar hefði átt að útkljá fyrir dómstólum. Þar hefði málflutningur okkar þurft að vera sá, að innstæðutryggingakerfið á Íslandi hefði aðeins verið fyrir íslenska viðskiptavini Landsbankans en ekki þá erlendu. Halda menn að nokkur dómstóll hefði dæmt Íslandi í vil í slíku máli? Varla. Líklegra er að slík framganga hefði opinberað okkur sem ræningjaþjóð. Loks segja sumir að forsætisráðherra eigi að taka málið beint upp við leiðtoga Bretlands og Hollands. Biðja eigi griða því þjóðin ráði ekki við ábyrgðina (þó útreikningar sýni annað). Útlendingarnir vita betur. Þeir munu réttilega segja: Íslendingar lifðu um efni fram á annarra þjóða fé og nú er komið að skuldadögum. Lífskjör Íslendinga verða um margt betri en lífskjör Breta þrátt fyrir þessar auknu byrðar. Mér sýnist af öllum gögnum málsins og vel rökstuddum greinum Steingríms J. Sigfús- sonar og Indriða H. Þorlákssonar og fleiri að niðurstaðan sé skýr. Hártoganir um langsótta lagaklæki eða kvein um að við ráðum ekki við þetta koma okkur hvorki lönd né strönd. Það er því ekki viðeigandi að betla né hlaupa frá málinu. Í öllu falli er slíkt ekki tímabært. Við þurfum nú að sýna heiminum að við erum heiðarleg þjóð sem vill standa við skuldbind- ingar sínar. Þeir sem vilja fella samn- inginn bjóða heldur ekki upp á neina vitræna lausn. Fullyrða einungis að hægt sé að fá betri samning, án þess að neitt bendi til þess. Þó var fyrri ríkisstjórn komin áleiðis með verri samning síðastliðið haust. Markmið stjórnarandstöðunnar er aðeins að skapa ríkis- stjórninni erfiðleika og fella hana. Það er tímabært fyrir þjóðina að komast á lappir aftur og nú eins og siðað fólk. Fórnarlömb Icesave-útrásarinnar hafa boðist til að lána okkur fyrir skuldinni, að mörgu leyti á viðunandi kjörum.” Ræningjaþjóð sem betlar og hleypur frá ábyrgð? Hártoganir um langsótta lagaklæki eða kvein um að við ráðum ekki við þetta koma okkur hvorki lönd né strönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.