Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 75
74 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 svarar: „Ich komme vom KaffeHause,“ gat ég ekki lengur varist tárum og grátstafir komu í veg fyrir að ég gæti lesið setninguna: „Haben Sie die Zeitung nicht gelesen?“ þegar við áttum að hreinskrifa kaflann mynduðu tárin, sem féllu á pappírinn, svo miklar klessur að það mátti halda að ég væri að skrifa með vatni á umbúðapappír. Karl Ívanytsj reiddist, skipaði mér í skammar- krókinn og endurtók í sífellu að ég væri þrjóskur og að þetta væri eintóm sýndar- mennska (hann hafði sérstakt dálæti á því orði), hótaði mér síðan með reglustikunni og krafðist þess að ég bæðist afsökunar þótt ég kæmi ekki upp orði vegna táraflóðsins. Að lokum gerði hann sér líklega grein fyrir að hann hafði verið ósanngjarn því hann skundaði inn í herbergi Níkolajs við hliðina og skellti á eftir sér hurðinni. Í kennslustofunni mátti heyra allt sem sagt var í næsta herbergi. „Hefurðu heyrt að börnin eigi að fara til Moskvu, Níkolaj?“ sagði Karl Ívanytsj um leið og hann gekk inn um dyrnar. „Já, vissulega, herra.“ Trúlega hefur Níkolaj ætlað að standa á fætur því Karl Ívanytsj sagði: „Sestu, Níkolaj,“ og svo lokaði hann dyrunum. Ég læddist nær svo ég heyrði betur. „Hvað svo sem maður leggur sig fram um að láta gott af sér leiða, hvað sem maður er trúr og tryggur, Níkolaj, er augsýnilega til of mikils ætlast að manni sé sýndur þakklætis- vottur,“ sagði Karl Ívanytsj æstur. Níkolaj, sem sat við gluggann og var að gera við stígvélin sín, kinkaði kolli til samþykkis. „Ég hef búið í þessu húsi í tólf ár og Guð veit að ég hef elskað börnin og hugsað um þau jafnvel betur en væru þau mín eigin börn,“ hélt Karl Ívanytsj áfram og leit upp um leið og hann bandaði með tóbaksdósinni upp í loft. „Manstu, Níkolaj, þegar Volodja var lítill og fékk hita. Manstu að ég sat í níu daga við rúmið hans án þess að unna mér hvíldar. Já! þá var ég elsku góði Karl Ívanytsj, þá var mín þörf, en núna,“ hélt hann áfram og brosti háðslega, „núna eru börnin orðin stór og þau þurfa að takast á við námið af alvöru. Eins og þau séu ekki í námi hér, Níkolaj!“ „Ég skil ekki hvaða nám það getur verið,“ sagði Níkolaj, lagði frá sér alinn og togaði í bik þráðinn með báðum höndum. „Já, nú er ég ó þarfur, það verður að senda mig burt. Hvað varð um öll loforðin og þakk- lætið? Ég elska og dái Natölju Níkolajevnu, en til hvers er það, Níkolaj?“ sagði hann og lagði höndina á brjóstið. „Í þessu húsi er vilji hennar ekki metinn meira en þetta!“ og hann slengdi leðurræmu í gólfið þungur á svip. „Ég veit hver stendur á bak við þetta og af hverju mín er ekki þörf. Það er vegna þess að ég er ekki með fleðulæti og læt ekki vaða yfir mig í einu og öllu eins og sumt fólk. Ég er vanur því að segja alltaf sannleikann, sama hver á í hlut,“ hélt hann stoltur áfram. „Nú, þau um það. Ekki er það þeim í hag ef ég fer, og ef Guð lofar mun mér takast að verða mér einhvers staðar úti um salt í grautinn, ekki satt, Níkolaj?“ Níkolaj leit upp og horfði á Karl Ívanytsj eins og hann vildi sannfæra sig um að hann gæti í raun og veru orðið sér úti um salt í grautinn — en sagði ekki neitt. Karl Ívanytsj hélt lengi áfram að tala í þess- um dúr. Hann nefndi sérstaklega að hann hefði verið í meira áliti hjá hershöfðingja nokkrum þar sem hann dvaldi áður ( það þótti mér sárt að heyra); hann talaði um Saxland, um foreldra sína, um vin sinn, skraddara sem hét Schönheit og annað því um líkt. Ég fann til með Karli Ívanytsj í angist hans og var leiður yfir því að hann og pabbi, sem mér þótti hér um bil jafn vænt um, skildu ekki hvor annan. Ég fór aftur út í horn, settist á hækjur mér og hugleiddi hvernig ég gæti komið á sáttum milli þeirra. Þegar Karl Ívanytsj kom aftur inn í kennslustofuna skipaði hann mér að standa á fætur og opna stílabókina mína því ég átti að skrifa stíl. Þegar ég var tilbúinn lét hann sig síga hægt og virðulega niður í hæginda- stólinn og byrjaði að lesa eftirfarandi texta með rödd sem virtist koma úr miklum fjarska: „Von allen Leidenschaften die grausamste ist … eruð þér búnir að skrifa það?“ Hér gerði hann hlé, fékk sér í nefið í rólegheitum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.