Þjóðmál - 01.12.2015, Page 86

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 86
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 85 fyrir, virtust skyndilega vera úrelt. Eitt þeirra var íslensk tunga. Sumir bankamenn töluðu jafnvel í alvöru um að taka upp ensku. Bók Inga Freys ber slíkum áhrifum því miður vitni. Enskan skín víða í gegnum textann. Hann segir (bls. 9): „Aldrei áður í rúmlega ellefu hundruð ára sögu Íslendinga hefur einstakur atburður haft svo djúp áhrif.“ Á ensku er sagt „never before“. Íslensku- legra hefði verið að segja: „Í röskri ellefu hundrað ára sögu Íslendinga hafði enginn einn atburður haft svo djúp áhrif.“ Hann segir (bls. 9 aftur): „Fáir aðrir atburðir í Íslandssögunni — ef einhverjir — hafa ratað inn í heimssöguna.“ Á ensku er sagt „if any“. Íslenskulegra hefði verið að segja: „Fáir aðrir atburðir í Íslandssögunni hafa ratað inn í heimssöguna, jafnvel enginn.“ Hann segir (bls. 60): „Á endanum fékk þessi sjóður … .“ Á ensku er sagt „in the end“. Íslenskulegra hefði verið að segja: „Að lokum fékk þessi sjóður … .“ Hann segir (bls. 103): „Orðalag Reagans í innsetningarræðu hans árið 1981 fangar ágætlega þann anda.“ Á ensku er sagt „catches“. Íslenskulegra hefði verið að nota sagnirnar að sýna eða grípa eða bera vott um. Hann segir (bls. 172): „Ekki margir slíkir vitnisburðir eru til.“ Á ensku er sagt „not many such“. Íslensku- legra hefði verið að segja: „Fáir slíkir vitnisburðir eru til.“ Eflaust þykja athugasemdir um tungutak smávægilegar, en það var rithöfundum áður fyrr metnaður að vanda mál sitt. Þjóðsögur Ólafs um bankalán og Þjóðhagsstofnun Þótt bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Ham- skiptin, sé fjarri því að vera góð, er bók Ólafs Arnarsonar, Skuggi sólkonungs, sýnu verri. Hún er að miklu leyti unnin upp úr pistlum, sem höfundur hefur áður birt um Davíð Oddsson á Netinu. Komið hefur fram opin- berlega, meðal annars í riti Inga Freys, að fésýslumenn andsnúnir Davíð hafi greitt Ólafi fyrir þessa pistla. Það kemur því ekki á óvart, að bókin sé samfelld ádeila á Davíð. „Hroki, reynsluleysi og axarsköft Davíðs Oddssonar eru sem rauður þráður í gegnum íslenska banka-hrunið,“ segir þar (bls. 75). „Það er óþolandi fyrir Bjarna Benediktsson að vera með gamla foringjann másandi fyrir aftan sig, andandi ofan í hálsmálið og glefsandi í hælana við hvert skref“. (bls. 149) Annað er í sama dúr. Erfitt er að ræða slíkar skoðanir efnislega, enda segja þær líklega meira um höfundinn en bókarefnið. Ólafur Arnarson varpar hins vegar líka fram ýmsum fullyrðingum, sem meta má og vega efnis- lega. Hann segir til dæmis, að Davíð hafi vegna haturs á Baugsfjölskyldunni stöðvað lán vorið 2002 frá Búnaðarbankanum og Landsbankanum til kaupa Baugs á enska fyrirtækinu Arcadia. Hafi hann mætt „í eigin persónu óboðinn inn á skrifstofu bankastjóra Búnaðarbankans“ (bls. 41) til að stöðva slíkt lán. Hið rétta í málinu er, að Landsbankinn hafði þegar ákveðið að veita ekki lán til kaupanna. Þótt viðskiptin væru vænleg, væri áhættan of mikil. Búnaðarbankinn var óákveðinn, og minntist einn bankastjóri hans, Sólon Sigurðsson, á málið í símtali við Davíð, sem kvað rétt að fara gætilega, enda stæði sala bankanna fyrir dyrum. Eftir það Þótt bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, sé fjarri því að vera góð, er bók Ólafs Arnarsonar, Skuggi sólkonungs, sýnu verri. Hún er að miklu leyti unnin upp úr pistlum, sem höfundur hefur áður birt um Davíð Oddsson á Netinu. Komið hefur fram opinberlega, meðal annars í riti Inga Freys, að fésýslumenn andsnúnir Davíð hafi greitt Ólafi fyrir þessa pistla.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.