Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 97
96 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 segi. En vandinn sé sá, að spádómar, sem leiddir séu af þessum tölvulíkönum, eigi sér litla fótfestu í raunveruleikanum. Málið sé miklu flóknara en ofstækisfullir umhverfis- verndarsinnar vilji vera láta. Skynsamlegast sé að leysa úr hverju máli, þegar að því komi. Minnir Rögnvaldur í því sambandi á, að spádómar fyrri ára um stórfellda skógar- eyðingu af völdum súrs regns og um eyðingu ósonlagsins hafi ekki ræst. Fólksfjölgun og matvælaframleiðsla Í síðustu köflum bókar sinnar snýr Rögn- valdur sér að fólksfjölgun og matvælafram- leiðslu. Hann minnir á spádóm Pauls Ehrlichs, prófessors í Stanford-háskóla, sem settur var fram 1968 um, að á næstu tveimur áratugum myndu hundruð milljóna manna óumflýjan- lega falla úr hungri. En þróunin hefur orðið í allt aðrar áttir. Þótt fólksfjölgun hafi vissulega haldið áfram, hefur dregið úr hraða hennar, einkum með bjargálna þjóðum, sem virðast jafnvel frekar þurfa að óttast fólksfækkun. Jafnframt hefur matvælaframleiðsla í heiminum stóraukist, ekki síst vegna „grænu bylting- arinnar“, sem skilar miklu meiri kornuppskeru en áður þekktist. Indland, sem var um skeið orðið háð matvælagjöfum frá Bandaríkjunum, flytur nú út hveiti. Rögnvaldur bendir í því sambandi á, að erfðabreytt matvæli eru afleiðingar sömu þróunar og kynbætur, sem stundaðar hafa verið á húsdýrum árþúsund- um saman. Rögnvaldur nefnir líka hina miklu ónýttu möguleika, sem felast í auðlindum sjávar, en hann þekur 71% jarðar. Nú þegar er um helmingur fisks í heiminum ræktaður frekar en veiddur. Vandi úthafsveiða var ótakmarkaður aðgangur að fiskimiðum, sem olli offjárfestingu og jafnvel líffræði- legri ofveiði, en þá var gengið óhóflega á fiskistofna, svo að þeir gátu hrunið. Þennan vanda leystu Íslendingar og Nýsjálendingar fyrst með kvótakerfum, en Rögnvaldur var ásamt Ragnari Árnasyni prófessor með íslenskum stjórnvöldum í ráðum um myndun íslenska kerfisins, sem hefur reynst svo vel, að nú hefur fólk mestar áhyggjur af því, að útgerðarmenn græði. Eru sífellt fleiri þjóðir að taka upp slík kvótakerfi í fiskveiðum, og til þess að raska sem minnst högum þeirra, sem veiðar stunda, er kvótunum nánast undantekningarlaust úthlutað í byrjun eftir veiðireynslu. Meginkosturinn við slík kerfi er, að sérhagsmunir útgerðarmanna fara þá saman við almannahagsmuni. Vernd krefst verndara. Umhverfisvernd krefst umhverfisverndara, og á Íslandsmiðum eiga útgerðarmennirnir brýna hagsmuni af því, að hámarksarður verði af fiskistofnunum. Þessi kerfi eru því í senn sjálfbær og arðbær. Réttmæli og réttmælgi Ráða má af hinni nýju bók Rögnvalds Hannessonar, að honum blöskri trúar- ofstækið, sem vart verður í umræðum um umhverfisvernd. Hann er maður hinnar jarðbundnu greiningar og beinhörðu staðreynda. Í greiningu sinni fetar hann í fótspor danska tölfræðingsins Björns Lom- borgs í bókinni Hið sanna ástand heimsins, sem kom út á íslensku 2000, og enska dýra- fræðingsins Matts Ridleys í bókinni Heimur batnandi fer, sem kom út á íslensku 2014. Rögnvaldur er líka hugrakkur maður, sem gengur gegn rétttrúnaði í stjórnmálum og vísindum. Hann er óháður sérhagsmunum og vildarsjónarmiðum. Þórarinn Eldjárn skáld hefur stungið upp á því að gera greinarmun á réttmæli og réttmælgi. Fyrra orðið ætti að nota um þá, sem hiklaust og refjalaust leita hins rétta og sanna í hverju máli. Seinna orðið ætti að nota um hina, sem laga kenningar sínar að hefðarspeki dagsins og haga orðum sínum jafnan eins og til er ætlast. Rögnvaldur Hannesson er réttmáll, en ekki réttmálgur. Umhverfisvernd krefst umhverfis- verndara, og á Íslandsmiðum eiga útgerðarmennirnir brýna hagsmuni af því, að hámarksarður verði af fiski- stofnunum. Þessi kerfi eru því í senn sjálfbær og arðbær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.