Þjóðmál - 01.03.2020, Page 50

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 50
48 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Fredrik Kopsch Lágtekjufjölskyldur útilokaðar frá húsnæðismarkaðnum Við getum næstum daglega lesið skýrslur um húsnæðismarkaði vítt og breitt um heiminn. Einu af algengustu vandamálunum er lýst sem efnahagslegum aðgengisvanda. Fjölskyldur með lágar tekjur eiga afar erfitt með að finna hentugt húsnæði, einkum í borgum. Endurúthlutunaráætlanir hafa tilhneigingu til að vera vanfjármagnaðar. Sveitarstjórnir hafa hag af því að velta vandanum yfir á önnur sveitarfélög, yfir á aðra kjósendur og aðra skattgreiðendur. Afleiðingin er vaxandi ójöfnuður á húsnæðismarkaðnum. Misskiljið mig ekki. Einhver ójöfnuður er óumflýjan- legur í frjálsu samfélagi. Þeir markaðir eru fáir þar sem jafn mikil skipu- lagsvinna fer fram og á húsnæðismarkaðnum. Að vissu marki er það nauðsynlegt. Í heimi þar sem landeigendur eru svo margir sem raun ber vitni er ekki hægt að leggja vegi og skolpræsakerfi nema að undangengnum kostnaðarsömum samningaviðræðum. Áætlanagerð kann að leiða til betri lausna og minni kostnaðar. En þar ættu skipulags- yfirvöld að láta staðar numið. Það gera þau þó ekki. Þess í stað hefur áætlanagerð verið þanin út og inn á svið þar sem ákvarðanataka einkaaðila væri hvorki dýr né vandasöm. Þegar áætlanagerð er komin inn á þetta svið verður hún til þess að framboð minnkar og kostnaður eykst. Hér á eftir eru þrjú dæmi um slíka stefnumörkun sem oft er ætlað að vernda hina fátæku en endar með því að koma þeim illa. 1. Kröfur til húsnæðis Dýrt er að framleiða húsnæði jafnvel áður en skipuleggjendur og stefnumótendur byrja að gera auknar kröfur um hvernig það skuli byggt. Sérhver krafa sem sett er í bygginga reglugerð gefur til kynna að frekari laga setning muni fylgja í kjölfarið og það leiðir til flóknari bygginga framkvæmda. Þetta hækkar verðið og gerir húsnæði dýrara en það þarf að vera. Sumar kröfurnar eru vitaskuld skynsamlegar. Erfitt er fyrir venjulegan neytanda að meta styrk og gæði bygginga og í hvaða mæli þær geta staðist bruna. Þetta kom berlega í ljós á hörmulegan hátt þegar eldur kviknaði í Grenfell-turninum í London og kostaði 72 manns lífið. Vandinn liggur í ósamhverfum upplýsingum sem gætu ýtt undir laga- breytingar. Húsnæðið verður dýrara en einnig öruggara. Fasteignamarkaður

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.