Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 50

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 50
48 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Fredrik Kopsch Lágtekjufjölskyldur útilokaðar frá húsnæðismarkaðnum Við getum næstum daglega lesið skýrslur um húsnæðismarkaði vítt og breitt um heiminn. Einu af algengustu vandamálunum er lýst sem efnahagslegum aðgengisvanda. Fjölskyldur með lágar tekjur eiga afar erfitt með að finna hentugt húsnæði, einkum í borgum. Endurúthlutunaráætlanir hafa tilhneigingu til að vera vanfjármagnaðar. Sveitarstjórnir hafa hag af því að velta vandanum yfir á önnur sveitarfélög, yfir á aðra kjósendur og aðra skattgreiðendur. Afleiðingin er vaxandi ójöfnuður á húsnæðismarkaðnum. Misskiljið mig ekki. Einhver ójöfnuður er óumflýjan- legur í frjálsu samfélagi. Þeir markaðir eru fáir þar sem jafn mikil skipu- lagsvinna fer fram og á húsnæðismarkaðnum. Að vissu marki er það nauðsynlegt. Í heimi þar sem landeigendur eru svo margir sem raun ber vitni er ekki hægt að leggja vegi og skolpræsakerfi nema að undangengnum kostnaðarsömum samningaviðræðum. Áætlanagerð kann að leiða til betri lausna og minni kostnaðar. En þar ættu skipulags- yfirvöld að láta staðar numið. Það gera þau þó ekki. Þess í stað hefur áætlanagerð verið þanin út og inn á svið þar sem ákvarðanataka einkaaðila væri hvorki dýr né vandasöm. Þegar áætlanagerð er komin inn á þetta svið verður hún til þess að framboð minnkar og kostnaður eykst. Hér á eftir eru þrjú dæmi um slíka stefnumörkun sem oft er ætlað að vernda hina fátæku en endar með því að koma þeim illa. 1. Kröfur til húsnæðis Dýrt er að framleiða húsnæði jafnvel áður en skipuleggjendur og stefnumótendur byrja að gera auknar kröfur um hvernig það skuli byggt. Sérhver krafa sem sett er í bygginga reglugerð gefur til kynna að frekari laga setning muni fylgja í kjölfarið og það leiðir til flóknari bygginga framkvæmda. Þetta hækkar verðið og gerir húsnæði dýrara en það þarf að vera. Sumar kröfurnar eru vitaskuld skynsamlegar. Erfitt er fyrir venjulegan neytanda að meta styrk og gæði bygginga og í hvaða mæli þær geta staðist bruna. Þetta kom berlega í ljós á hörmulegan hátt þegar eldur kviknaði í Grenfell-turninum í London og kostaði 72 manns lífið. Vandinn liggur í ósamhverfum upplýsingum sem gætu ýtt undir laga- breytingar. Húsnæðið verður dýrara en einnig öruggara. Fasteignamarkaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.