Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 57

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 57
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 55 lífi almennra borgara. Af þessum ástæðum er ólýðræðislegt að dómstólar séu gerðir að pólitískum stofnunum í þeim skilningi að dómarar semji dómsniðurstöður sínar til að setja mikilvægustu þætti þjóðmála og stjórn- mála út af sporinu eða beiti dómsvaldinu til að brjóta niður aðra þætti ríkisvalds. Slíkir starfshættir dómstóla færu þvert á allt það sem fyrr segir um hinn lýðræðislega grunn sem stjórnskipun Íslands er byggð á.20 Varla eru Íslendingar tilbúnir að fórna þeim kjarna fyrir hismi innihaldslausra lýsingarorða um mikilvægi þess að vera „nútímalegur“ eða „framsækinn“. Spurningar til íhugunar Í tilefni af öllu framanrituðu vakna upp alvarleg álitaefni: Hvernig fer fyrir þjóð sem stendur frammi fyrir því að hún fær litlu eða engu ráðið um hvernig málum hennar er stjórnað? Hvers vegna ætti slík þjóð að sýna stjórnmálum og lýðræði nokkurn áhuga? Hvernig getur þjóð, sem ekki stjórnar eigin málum, tryggt það að valdhafar svari til ábyrgðar gagnvart henni? Og hvernig getur þjóð í þeirri stöðu tryggt að lögin taki jafnt til allra og að menn séu ekki sviptir mann- réttindum ef þau réttindi eru talin ógna hags- munum ráðandi afla? Hvernig getur valdalaus þjóð varið hagsmuni sína, tilveru og réttindi? Samantekt og lokaorð Sagan sýnir að mönnum hefur reynst auð- veldara að afsala sér frelsi sínu en að öðlast frelsi og að það er auðveldara að glata lýðræðinu en að koma því á fót. Lýðræðið er vissulega ekki skilvirkasta stjórnarfyrirkomulag sem völ er á og dæmin sanna að enginn skortur er á „vitringum“ sem telja sig þess umkomna að „hafa vit fyrir“ almenningi. Hættur einræðis og alræðis eru ætíð skammt undan. Til að halda aftur af þeim sem ásælast völd valdanna vegna eru augljósir almanna- hagsmunir tengdir því að sem flestir borgarar taki þátt í lýðræðinu með hugsun sinni, tjáningu, orðavali og framkomu. Afsali menn sér ábyrgð að þessu leyti er þess skammt að bíða að lýðræðið hrynji til grunna.21 Erum við Íslendingar svo illa staddir í vitsmunalegu tilliti að við getum ekki axlað ábyrgð á lýðræðislegum skyldum okkar og þar með sjálf stjórnað eigin málum? Lýðræðið tryggir ekki farsæla lausn í öllum tilvikum. Það útilokar ekki að kjörnir fulltrúar taki ranga stefnu eða að þeim mistakist. En það gefur tækifæri endurskoðunar og leiðréttingar. Í stjórnmálum og lagasetningu, rétt eins og í daglegu lífi er aðhald og málefnaleg gagnrýni nauðsynleg forsenda framfara og farsældar.22 Það leysir því engan vanda að afsala sér sjálfsforsjá og sjálfsábyrgð. Þeir sem kasta vilja frá sér þeirri ábyrgð vísa sumir til þess að við þurfum engar áhyggjur að hafa meðan stjórnað sé með lögum. Í því samhengi má minna á að ein skilvirkasta leiðin til að afnema réttarríkið er að gera það með lögum og lagaframkvæmd, þannig að ekkert standi eftir af ríki réttarins annað en skelin - og ásýndin - ein. Saga alræðisríkja á 20. öld sýnir að slíkur veruleiki er ekki fjarlægur eða óraun- verulegur. Í Sovétríkjum Stalíns og Þýskalandi Hitlers geymdu stjórnarskrár fögur fyrirheit sem allir máttu vita að ekkert var að marka. Slíkt réttarumhverfi býður heim því sem á vondri íslensku má kenna við distópíu, þar sem allt er eins slæmt og það getur orðið. Mannleg reynsla bendir til þess að hringja beri öllum viðvörunarbjöllum þegar fyrirmyndarríkið (útópían / staðleysan) er sagt vera handan við hornið, því í kjölfar slíks málflutnings fylgir iðulega krafa um að valtað sé yfir menn - og þjóðir - með vísan til háleitra hugsjóna, sem sagðar eru svo göfugar að þær gangi framar orðum á blaði, þ.m.t. lands- rétti, þjóðarétti og jafnvel stjórnarskrám. Frammi fyrir þessu hefur lýðræðislegt aðhald enn hlutverki að gegna – og þar með hver einasti maður sem vettlingi getur valdið. Sú grein sem hér birtist er aðeins lítið innlegg í þá umræðu. Höfundur er héraðsdómari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.