Þjóðmál - 01.03.2020, Side 88

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 88
86 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 sjá illan ásetning í öllu. Staðreyndin var sú að auk óprúttinna ævintýramanna voru margir sem héldu af stað frá Evrópu sannfærðir um að þeir væru að færa innfæddum blessun siðmenningarinnar. Róttæklingunum yfirsást líka sú staðreynd að bæði keisarinn og páfinn, æðstu yfirvöld í Evrópu, höfðu ítrekað fordæmt illa meðferð innfæddra og gert ýmislegt til að að vernda hagsmuni þeirra. En árekstur menningarheimanna var afleiðing af iðnbyltingunni og hnattvæðingunni, ópersónulegum öflum sem enginn gat haft fulla stjórn á. Jafnréttisiðnaðurinn verður til Staða blökkumanna í Ameríku var ein arfleifð þessarar sömu hnattvæðingar. Þegar þrælaverslunin komst á almennt vitorð í lok átjándu og byrjun nítjándu aldar höfðu Evrópu- ríkin þó raunar fljótt lagt algjört bann við henni. Flestir landsfeður Bandaríkjanna voru líka fullmeðvitaðir um að frelsisyfirlýsingin og stjórnarskráin, sem samdar voru undir áhrifum frá Locke, fælu það ótvírætt í sér að staða blökkumanna í hinu nýja lýðveldi gæti ekki staðist til lengdar. Innflutningur nýrra þræla var enda bannaður með lögum árið 1807, um leið og stjórnarskráin leyfði. Staða þrælanna varð svo tilefni borgarastríðs, sem varð til þess að Lincoln forseti lýsti yfir frelsun þeirra árið 1863. Þetta segir ýmislegt um siðferðis- tilfinningu Vesturlanda á meðan þrælahald tíðkast enn sums staðar í heiminum, ekki síst Mið-Austurlöndum og Afríku. Í Suðurríkjunum leið þó langur tími án þess að blökkumenn fengju að njóta þess jafnréttis fyrir lögum sem þeir nutu nú á pappírnum. Kjör Johns F. Kennedy í embætti forseta árið 1960 vakti væntingar um að alríkisstjórnin léti meira til sín taka til að þrýsta á um umbætur í Suðrinu. Árið 1963 sendi stjórn hans enda Bandaríkjaþingi frumvarp að eins konar jafnréttislögum, sem bönnuðu mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kyns og þjóðernisuppruna. Lögin mættu hins vegar andstöðu í þinginu á þeim grundvelli að þau brytu gegn stjórnarskrárvörðum rétti einkaaðila til að haga málefnum sínum eins og þeim sýndist réttast. Sú sorg og geðshræring sem fylgdi morðinu á Kennedy í nóvember árið 1963 átti hins vegar ríkan þátt í því að eftirmanni hans í embætti, Lyndon Johnson, tókst að koma lögunum í gegnum þingið. Eins og Johnson orðaði það í ræðu frammi fyrir báðum deildum þingsins gæti „engin minningar- eða lofræða betur heiðrað minningu Kennedys forseta en skjót setning laganna sem hann barðist svo lengi fyrir“. Með setningu laganna myndi þingið tryggja arfleifð hins fallna forseta. En eins og Christopher Caldwell rekur í bók sinni, Öld réttindanna, áttuðu ekki allir sig fyllilega á því hvað þeir voru að styðja. Því þó að ríkur stuðningur væri við lagalegt jafnrétti blökkumanna höfðu lögin mun víðtækari afleiðingar. Bann við „mismunun“ hljómar auðvitað eins og sjálfsagt réttlætismál, sem allir geta verið sammála um. En lögin vöktu í raun áleitnar spurningar um það hvar eðlileg mörk milli opinbers valds og frjálsrar ákvarðanatöku einkaaðila ættu að liggja. Einn meginvandinn var sá hver ætti að meta hvort um væri að ræða ólöglega mismunun, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Afleiðingin var sú að leggja til hliðar grundvallarreglu frjálslynds samfélags um aðskilnað ríkisins og hins borgaralega samfélags. Það var einmitt á þeim forsendum sem margir lögðust gegn setningu laganna. Einn þeirra var heimspekingurinn Leo Strauss, sem var sjálfur flóttamaður frá Þýskalandi þjóðernissósíalismans og þekkti vel þá mismunun sem gyðingar höfðu þurft að þola í gegnum tíðina, en taldi þó að sú opinbera valdbeiting sem nauðsynleg yrði til að framfylgja lögunum myndi ganga of nærri hinu frjálslynda samfélagi. Framlag háskólasamfélagsins til þessarar umræðu var svo það að búa til ýmiss konar hæpin vísindi, sem skiptu öllum einstaklingum í hópa eftir kyni, húðlit og öðrum ytri einkennum og hófu að greina samfélagið byggt á þeirri hæpnu forsendu að hlutfall mismunandi hópa hlyti alls staðar að eiga að

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.