Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 93
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 91 sjálfsmynd sína að miklu leyti til sjálfstæðis- baráttunnar gegn Frakklandi. Tilhneigingin hefur verið sú að slík samfélög taki yfir úthverfi stórborga, þar sem öðrum er ýtt út og völdin tekin af stofnunum gistiríkisins. Þannig stenst sú forsenda fjölmenningar- samfélagsins að allir lifi sem einstaklingar og blandist á grundvelli jafnréttis og virðingar fyrir fjölbreytileikanum alls ekki í raunveru- leikanum. En hagsmunir einstaklings- samfélagsins og frumstæða samfélagsins fara hlutlægt saman gegn hagsmunum þjóðríkisins, sem hefur þurft að víkja í bandalagi hinna tveggja samfélagsgerðanna gegn því. Brochand telur nýja samfélagið hins vegar afar brothætt og líkir því raunar við „postulíns- verslun, sem stendur við gatnamót þar sem fílar eiga gjarnan leið um“. Gott dæmi um þetta er óeirðirnar sem brutust út í úthverfum ýmissa franskra borga árið 2005 og ollu víðtækum eignaspjöllum. Þá eins og oftar voru viðbrögð talsmanna fjölmenningar- samfélagsins þau að bera í bætifláka fyrir skemmdarvargana og skella skuldinni á gistiríkið. Staða innflytjenda væri einungis afleiðing kerfisbundinnar mismununar og fordóma í garð þeirra af hálfu innfæddra, sem ekki væru tilbúnir að tileinka sér gildis- mat einstaklingssamfélagsins og ákall þess um jafnrétti og fordómaleysi. Lausnin væri sú að veita enn meira opinberu fé í ýmiss konar áætlanir og „jákvæða“ mismunun. En það verður sífellt augljósara að vandinn á sér miklu dýpri rætur og að óeirðirnar og sú vaxandi óreiða sem einkennir ýmis ríki Evrópu endurspeglar í raun skipbrot þessarar samfélagsgerðar. Þrátt fyrir það ríkir djúpstæð tregða til að ímynda sér hvers konar stefnubreytingu í málefnum innflytjenda. Franski heim- spekingurinn Pascal Bruckner hefur túlkað þessa tregðu sem eins konar tilbeiðslu fórnarlambsins – í formi innflytjandans og flóttamannsins – og tilraun til syndaaflausnar vegna meintra glæpa Evrópu gegn þriðja heiminum. Greining Brochands á átökum mismunandi samfélagsgerða gefur okkur einnig tilefni til annarrar túlkunar. Því hvað lærisveina stúdentabyltingarinnar varðar er helsta dyggð innflytjandans einmitt sú að hann er ekki fulltrúi hinnar spilltu menningar arfleifðar Vesturlanda og er þannig hlutlægt séð bandamaður í baráttu nýja samfélagsins gegn fyrirrennara sínum. Viðurkenning á nauðsyn þess að breyta um stefnu í málefnum innflytjenda mundi ipso facto draga hugmyndafræðilegan grundvöll fjölmenningarsamfélagsins – og þar með alla arfleifð og hugmyndafræði stúdenta- byltingarinnar – í efa. Frantz Fanon hélt því réttilega fram að árekstur mismunandi menningarheima hefði leitt til undirokunar annars af hálfu hins. Hugmyndafræðilegum arftökum hans láðist hins vegar að draga rétta ályktun af þeirri staðreynd. Því öll saga hnattvæðingarinnar frá því að fyrstu landkönnuðirnir lögðu upp frá Portúgal á fimmtándu öld er í raun ein samfelld kennslustund í erfiðri sambúð ólíkra menningarheima. Rökrétta lausnin, eins og Fanon barðist sjálfur fyrir, var aðskilnaður, enda varð raunin sú eftir því sem leið á eftirstríðsárin að Evrópubúar hurfu á brott og hver nýlendan á fætur annarri varð að sjálfstæðu ríki. Þess vegna var undarlegt að margir skyldu komast að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri og raunar siðferðislega nauðsynlegt, að gera evrópsk samfélög að fjölmenningarsamfélögum – eða eins konar öfugum nýlendum – sem var einmitt það sem olli þeirri stöðu í nýlendunum sem þeir fordæmdu. Samfélag hinna ótal þversagna Nýja samfélagið er þannig bara nýjasta útgáfan af þeirri útópísku tilraunastarfsemi sem einkennt hefur löngu tuttugustu öldina. Viðbrögðin við alræðisstjórnarfari fasismans stökkbreyttust í hugmyndafræði stúdenta- byltingarinnar, sem predikaði algjöra frelsun gegn hvers kyns yfirvaldi, hefðum og siðum og gat engar hömlur þolað á einstaklinginn og leit hans að hinu „raunverulega sjálfi“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.