Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 21
Ferðasaga af Austurlandi Hrafnabjörg í Hjaltastaðaþinghá, mynd frá þvi um!969. Eigandi myndar: Marta Kristín Sigmarsdóttir. heiði, en svo nefnist heiðin milli Vopna- fjarðar og Bakkaijarðar. Þegar komið er af heiðinni er stuttur spölur í Skeggjastaði eða um 5 km. Á þessu ferðalagi langar mig til að nota þær tvær höfuðáttir sem þarna eru mest notaðar en þær eru austur og norður og svo út til sjávar og inn til lands. Við vorum búin að dvelja á Hrafna- björgum rúman mánuð Það var komið fram í september og við þurftum að fara að koma þessari ferð af áður en við færum aftur til Reykjavíkur. Við bjuggum okkur eftir föngum til að ferðast við þær aðstæður sem við gerðum ráð fyrir og man ég að ég fékk ullarsokka lánaða hjá tengdamóður minni. En þótt við værum hlýlega klædd vorum við samt ekki í vatnsheldum fötum. Við lögðum af stað ásamt tengdaföður mínum, sem ætlaði að fylgja okkur norður að Lagarfljóti og vorum við öll á hestum. Við byrjuðum á því að fara yfir Selfljótið. Eins og áður segir rennur það neðan við túnið. Það er töluvert breitt og lygnt en svo er sléttlendið mikið þarna yst á Héraði að flóðs og fjöru gætir langt upp eftir fljótinu og því alls ekki sama hvort farið er yfir á flóði eða fjöru. Var það aldrei minna en í kvið og upp á miðjar síður á hesti, en þegar flóð var þá gat það verið í taglhvarf eða jafnvel á sund. Allt gekk þetta vel. Hafði mér verið kennt þegar ég var yngri að horfa ekki niður í vatnið ef mig svimaði heldur til lands eða upp í loftið og jafnvel að láta aftur augun og notfærði ég mér það eftir aðstæðum. Við fórum nú þvert yfir Héraðið að Lagarfljóti, en sú leið er um 13 km yfir sléttlendi, sem nefnist Eyjar. Þótti mér sléttan drjúg og drýgri en mér sýndist frá Hrafnabjörgum. Þegar við komum að Lagarfljóti var stigið af baki og tengdafaðir minn fór til baka með hestana því Lagarfljót er ekki reitt þarna. Þegar farið var yfir með hesta voru þeir sundlagðir og teymdir á eftir ferjunum. Farkosturinn sem skilinn hafði verið eftir handa okkur lá á fljótsbakkanum, 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.