Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 25
Ferðasaga af Austurlandi Sigmar talaði við séra Jakob prófast á Hofi, hann þjónaði þá Skeggjastöðum. Hafði Sigmar hugsað sér að hafa guðsþjónustu á Skeggjastöðum, þó ekki væri helgur dagur, því við höfðum lítinn tíma, þurftum að ná skipi á vissum degi á Borgarfirði. En séra Jakob hafði hugsað sér að messa næsta sunnudag svo við gátum ekki annað en beðið eftir því og slógu þeir saman sínum messugjörðum. Okkur lá því ekki lengur eins mikið á. Ferðinni var heitið að Hvammsgerði, næsta bæ við Sandvíkurheiði og átti að sækja okkur þangað frá Bakkafirði. Lúðvík Sigurjónsson kaupfélagsstjóri á Bakkafirði, fóstbróðir föður Jóns Gunnlaugssonar, hafði lofað Jóni því að greiða götu okkar og sjá um okkur þegar þangað kæmi. Jón í Skálanesi fylgdi okkur í Hvamms- gerði á hestum og er sú leið á að giska 17 til 18 krn. Þegar við vorum að fara af Tanga, en svo nefnist Vopnaíjarðarþorp, slóst í förina með okkur garnli bóndinn frá Hvammsgerði, Sigmundur Jónsson. Ræddust þeir fylgdarmaður okkar og Sigmar margt við á leiðinni og nran ég fæst af því. Þegar við nálguðumst Selá man ég samt að ég renndi hýru auga til brúarinnar er stóð þar nokkru ofar og hafði ég víst orð á hvort við ættum ekki að fara þar. En Sigmundur hélt að sonur sinn, Brynjólfur bóndi í Hvammsgerði, myndi nú brosa að sér ef hann færi að krækja inn á brú til að komast yfir ána. Þótti honum sjálfsagt að stytta sér leið og fara á vaði er var þar beint að bænum, og var það gert, enda sjálfsagt ekkert þrekvirki. Við komum svo í Hvammsgerði og gistum þar unr nóttina, því þangað átti að sækja okkur daginn eftir. Gamli maðurinn var alltaf að tala við okkur en sagðist vera búinn að tapa sjón, heyrn og minni. Annað slagið mundi hann samt að þarna var sonur Jóhönnu á ferð, en stundum fannst honum við vera úr Reykjavík og vildi líka þess vegna allt fyrir okkur gera. Sjálfur var hann búinn að vera þar og fannst Reykvíkingar eiga það inni hjá sér að hann greiddi eitthvað götu okkar. Leið okkur þarna ágætlega og er mér mjög í minni unga konan sem þarna gekk um beina. Hún gat varla verið eldri en tvítug en maður hennar virtist vera nærri fimmtugu eftir útliti að dæma. Nær hádegi daginn eftir kom maður að sækja okkur og var það fyrsti Skeggjastaðahreppsbúinn sem við sáum, Jónas Gunnlaugsson. Hann átti að flytja okkur síðasta spölinn, er var yfir Sandvíkurheiði. Var maðurinn föngulegur og kom vel fyrir. Þótti okkur það góðu spá um aðra þar. Ekki var veðrið vel ákjósanlegt, norðvestan kuldaskúrir svo að það nálgaðist að vera slydda. En þarna fengum við duglegan fylgdarmann, sem ekki var að slóra á leiðinni að óþörfu og vorum við líka á ágætum hestum. Stoppuðum við samt á venjulegum áningarstöðum og sagði hann okkur hvað þeir hétu, svo og um önnur kennileiti. Fyrsti bær sem við sáum innan af heiði stóð undir brekku vestan við Bakka- fjörðinn. Sáum við þar gnæfa háreist hús en litla kirkju norðan við. Giskuðum við á, áður en við höfðum tal af fylgdarmanni að þarna myndu Skeggjastaðir vera. Þegar við komum af heiðinni sagði hann okkur að hann hefði verið beðinn að sjá um okkur og hýsa meðan við stoppuðum vegna veikinda hjá Lúðvíki, sem ekki gæti tekið á móti okkur nema lítið eitt. Vorum við samt boðin í mat til hans laugardagskvöldið sem við vorum þarna. Best þótti okkur að fá að vera á Skeggjastöðum. Var nú spretturinn tekinn allar götur heim í hlað. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.