Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 26
Múlaþing
Skeggjastaðir 1945. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Á Skeggjastöðum bjuggu þrír bændur.
Síra Hólmgrímur Jósefsson, sem var þar í
sex ár, var fluttur fyrir ári. Tengdafaðir hans,
Pétur Magnússon, bjó enn á jörðinni, ásamt
fyrrnefndum fylgdarmanni okkar Jónasi,
sem flutti þangað með stóra fjölskyldu,
konu og átta börn. Þriðji bóndinn var
Eiríkur Jónasson, einhleypur maður.
Fjölskylda Jónasar tók á móti okkur
meira en tveim höndum. Var hann sjálfur
þaulkunnugur þarna og þekkti hverja þúfu.
Hafði hann verið vinnumaður hjá síra
Ingvari Nikulássyni. Sýndi hann okkur
staðinn utan húss og innan og gekk með
okkur um tún og haga og gerði allt fyrir
okkur sem hann gat. Sinnti hann okkur
jafnvel þó þurrkur væri einn daginn sem við
vorum, en hann átti þá auðvitað hey úti eins
og allir. Elstu börn hans voru eitthvað við
það. Kona Jónasar, Olöf og elsta dóttir
þeirra ung og hugguleg snerust svo við
okkur og gerðu allt fyrir okkur sem þær
gátu og tóku til viðbótar á móti síra Jakobi
Einarssyni sem kom til að messa á
sunnudeginum. Var allt gert sem hugsanlegt
var fyrir okkur, þótt fólkið mætti búast við
því að þurfa að fara af staðnum ári síðar ef
okkur litist á að setjast þarna að. Minnist ég
þess enn með þakklæti.
Ég man nú ekki allt frá þessari fyrstu
messu á Skeggjastöðum, en kirkjan var þétt
setin af fólki og Jónas gerðist hringjari og
meðhjálpari. Gekk hann siðan til söng-
fólksins og tók drjúgan þátt í söngnum.
Eftir messuna drukkum við kaffi ásamt
fleiri kirkjugestum, en að því loknu vildum
við fara að búa okkur af stað og verða
samferða síra Jakobi austur til Vopnafjarðar.
Til þess þurftum við fylgdarmann og hesta.
Leituðum við enn á náðir Jónasar með
fyrirgreiðslu, en þá fyrst fannst mér eitthvað
í veginum, og bar líklega tvennt til þess.
Annað var það, að daginn eftir var
gangnadagur og þurftu þá sjálfsagt flestir
24