Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 28
Múlaþing rúmunum fyrr en við fengjum fötin okkar þurr. Anna kom svo með þau um kl. hálf tíu og vorum við nú ekki lengi að klæða okkur, því helst vildum við komast alla leið í Húsey þann dag. Veðrið var þurrara, en smá él til íjalla, sem dró úr er leið á daginn. Fengum við ágætan morgunverð áður en við lögðum af stað. Kaupfélagið átti vörubíl og lét Halldór keyra okkur að Hellis- fjörubökkum. Lengra náði vegurinn ekki þá. Bílstjórinn var Tómas Arnason, síðar lögfræðingur og alþingismaður með meiru. Þegar við komum að Hellistjörubökkum var Nikulás að stíga á bak hesti sínum og var að fara í göngur, svo hann gat því miður ekki lánað okkur hesta. Við lögðum því upp fótgangandi og er drjúg bæjarleið að næsta bæ, Vindfelli. Á leiðinni hittum við Leif bónda þar og enn hjálpaði kunningsskapur við tengdamóður mína, sem þarna var einnig að góðu kunn. Sagði Leifur okkur að við skyldum fara heim, hann kæmi bráðum og þá skyldi hann fylgja okkur eitthvað á hestum. Við vorum mjög fegin þessu og gengum til bæjar. Fengum við góðar viðtökur og brátt kom Leifur með hesta sína og var þá stigið á bak. Man ég enn hvað ég var fegin því að hann fylgdi okkur upp allar brekkur alveg upp á brún á Hellisheiði. Þvílíkur munur að geta næstum alltaf verið á hestunum upp þessar brekkur sem mér fundust svo erfiðar. Alltaf síðan þegar ég sé Leif minnist ég þessarar góðu fylgdar. Svo gengum við af stað. Nú hafði heiðin skipt um svip því þarna uppi var allt orðið hvítt yfir að líta. í brekkuna, sem mér fannst svo brött á norðurleiðinni, upp úr Jökuldalnum, var kominn snjóskafl, svo við settumst bara niður og létum okkur renna. Eitthvað var nú bjartara í lofti heldur en þegar við fórum norður yfir. Af þessari heiði er mjög víðsýnt og fagurt yfir að líta í góðu veðri, en ég held að ég hafi ekki haft næmt auga fyrir því þá, enda vön víðsýni og fegurð Árnessýslu. Við okkur blasti nú Héraðsflóinn og allt Úthéraðið. Fjöllin austan Héraðsins með hinum alkunnu og fögru Dyrljöllum, sem eru að miklu leyti í Hrafnabjargalandi, en um sléttuna liðast svo ár og fljót. Nú sóttist ferðin vel undan brekkunum, þó var orðið áliðið dags þegar við komum í Ketilsstaði. Eins og fyrr segir eru 8 til 10 km að Jökulsánni og yfir Fögruhlíðará að fara og tókurn við það ráð að biðja Björgvin um hesta og fylgd, svo við kæmumst í björtu yfir Jökulsána. Tók hann máli okkar vel og bauð okkur í bæinn, en sendi dætur sínar eftir hestunum, sem voru enn inni í landi, töluvert frá bænum. Við settumst því inn ásamt Björgvini og tóku þeir Sigmar og hann tal saman en ég hlýddi hljóð á og horfði ýmist út um gluggann eða leit á klukkuna. Dagurinn styttist óðunr og orð Halldórs: „Þú getur lent á haf út ef þú tekur skakkan ál“, hljómuðu í huga mér. Loks sá ég blessaðar stúlkurnar koma með hestana og glaðnaði þá heldur yfir mér, en nú áttum við eftir að drekka kaffið sem okkur var boðið upp á, það var nú verri sagan. Enn biðum við æði lengi en loksins kom kaffið, nýbakaðar kökur og allskonar góðgæti. Má nærri geta hvað blessað fólkið hefur haft mikið fyrir okkur að fara frá verki úti, sitja yfir okkur og láta sækja handa okkur hesta, fylgja okkur austur að á, baka kaffibrauð og hafa til kaffi, náttúrulega allt endurgjaldslaust og fá svo í staðinn: „Ægilega var ég orðin óstillt að bíða eftir kaffinu á Ketilsstöðum“. Ég hét því með sjálfri mér að þegar ég færi að búa skyldi ég reyna að afgreiða ferðafólk fljótt með góðgjörðir, þó þær væru ekki fyrsta flokks eða vel fram bornar. Ekki veit ég hvort það hefur alltaf tekist. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.