Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 31

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 31
Ferðasaga af Austurlandi var farið um borð á smá trillum og var ekki hægt að afgreiða þau nema í sæmilegu veðri. Væri það ekki til staðar fóru skipin sína leið og fólkið og farangur sat eftir. Þegar við hittum Jón Björnsson, sem var afgreiðslumaður sagði hann fært ennþá, en skipið var ekki væntanlegt fyrr en eftir hádegi og væri ekki gott að vita hvernig þá yrði. Er ekki að orðlengja það að þegar skipið kom var orðið alófært og ekki viðlit að komast urn borð svo það fór sína leið. Vissi ég nú ekki hvernig við gætum komist leiðar okkar. Einhverjir fleiri ætluðu með skipinu. Þeir voru öllu vanir og töluðu um að ná skipinu á Reyðarfirði og keppa við það landleiðina en það stansaði venjulega lengi á Seyðisfirði, Norðfirði og Eskifirði ásamt Reyðarfirði. Töldu þeir nægilegt að leggja af stað snemma morguninn eftir og fá bíl á móti frá Egilsstöðum á vegarenda, sem kallaður var, en sá vegarendi var hjá Bóndastöðum uppi á ETéraði. Við vildum heldur fara strax og gista á Hrafnabjörgum. Urðum við að skilja eftir mest af dótinu, það átti að koma með næstu heppnuðu skipsferð. Jón útvegaði okkur fylgdarmann og hest handa öðru okkar, hinn höfðum við. Fylgdarmaðurinn var Sveinn Steinsson, faðir Hreins rafvirkja nú á Vopnafirði. Töluverður stormur var, regnið dundi úr loftinu og það hvítnaði til fjalla svo veðrið var ekki ákjósanlegt. Leiðin sem við þurftum að fara í Hrafnabjörg var nærri 25 km, eftir þeirri leið sem þá var farin, en Jón var ekki í vandræðum að útbúa okkur. Hann lánaði mér sjóíotin sín. Buxur, treyju og sjóhatt, sem voru reyndar í minnsta lagi á mig utan yfir mín fót því maðurinn var lítill vexti, en þetta dugði vel og var ég lítið eða ekkert blaut þegar við komum í Hrafnabjörg um kvöldið. Gátum við nú gist þarna eina nótt enn. Morguninn eftir fór svo Torfi með okkur á vegarenda, sú leið er 15 km. Komu þar einnig Borgfirðingar og brátt kom svo bíllinn sem við höfðum sameinast um. Var það lítill rútubíll. Fjarska var nú gott að fá þetta hjólatæki til að tylla sér í og vonandi yrði það komið í tæka tíð þessa 60 km um Egilsstaði niður á Reyðarljörð. Gott var að setjast í bílinn en nú vildi það til sem ekki hafði áður gerst að ég varð allt í einu bílveik, svo ekki var sú rós án þyrna, en bíllinn komst í tæka tíð til Reyðarfjarðar. Skipið var ókomið þangað. Einhvern veginn náðum við í bíl til Eskiljarðar en þar bjó þá Ólafur föðurbróðir Sigmars og rak hótel. Tók hann vel á móti okkur og íylgdi okkur um borð. Þegar þangað kom var hvert rúm skipað og ekkert pláss og leit út fyrir að við þyrftum að vera plásslaus eins og það var kallað. Ólafur fór heim og sótti teppi, sem hann gaf okkur, svo ég gæti þó haft það yfir mér ef ég gæti einhvers staðar lagt mig. Sigmar gekk um milli allra ráðamanna og reyndi allt sem hann gat að útvega mér pláss, en þeir kváðust ekki geta stækkað skipið. Eftir nokkurn tíma fengum við svo allt í einu tveggja manna klefa og reis ég ekki mikið úr rekkju fyrr en ég sá ljós Reykja- víkurborgar. Hafði ég aldrei fyrr séð þau blika svona einstaklega fallega og lýsa allt upp dautt og lifandi í kringum sig. Mér fannst þau bjóða okkur hjartanlega velkomin. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.