Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 33
Sigurjón Einarsson Smálegt um Aldamótabókina, þó einkum um austfirskar söngtöflur r rið 2001 voru 200 ár liðin síðan svokölluð Aldamótabók kom út, sem hét reyndar fullu og réttu nafni „Evangelisk - kristileg Messusöngs- og Sálmabók að kominglegri tilhlutan saman- tekin til almennilegrar brúkunar í kirkjum og heimahúsum“. Útgáfa þessarar bókar olli þáttaskilum í helgihaldi okkar Islendinga. Vissulega hlaut hún misjafna dóma, varð skotspónn nokkurra skálda og hlaut uppnefnið „Leirgerður“ bæði vegna prentstaðar (Leirárgarða) og innihalds sem að sumra mati var hálfgerður leirburður. Samt velti hún brátt úr sessi hinni fornu messu- söngsbók „GrallaranunE sem á hafði verið sungið í kirkjum landsins í meira en 200 ár eða frá því er Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup lét prenta hann á Hólum árið 1594. Sá er vaskast gekk fram í útgáfu Aldamótabókarinnar var tvímælalaust Magnús Stephensen dómstjóri (1762-1833). Hann fylgdi því jafnframt fast eftir að nýja bókin yrði sem allra fyrst tekin í notkun og Vallaneskirkja, byggð 1858 af Þorgrími Jónssyni snikkara á Gilsá. Teikning í eigu Ljósmyndasafns Austurlands. hafði til þess alla burði, einn valdamesti maður þjóðarinnar á þeirri tíð með biskupinn Geir Vídalín sér við hlið. Auk þess var hann eigandi einu prentsmiðju landsins eftir að samþykkt var að Hóla- prentsmiðja yrði sameinuð Leirárgarða- prentsmiðju árið 1799. Með sameiningunni varð Magnús allsráðandi um bókaútgáfu á Islandi sem var ekki ónýtt fyrir mesta forvígismann og boðbera upplýsingar- stefnunnar. Fyrir útgefendum þessarar bókar, dómstjóra og biskupi, vakti fyrst og fremst að bæta kirkjusönginn og færa sönglíf íslendinga til samræmis við sönghætti í Danmörku. Einnig stefndu þeir að því, að sálmasöngurinn öðlaðist nýjan og traustan sess í helgihaldinu. Þeir litu svo á að hlutverk sálmanna væri fyrst og fremst að skírskota til boðunar prestsins í predikun- inni. Þetta útskýra þeir í formála: Nú eigi prestarnir að hafa frjálst val um hvað sungið sé en ekki vera bundnir af sálmavali hvers helgidags eins og „Grallarinn“ gerði ráð fyrir; í honum var ákveðið hvaða sálmar sungnir skyldu hvern helgan dag. Strax í upphafi formálans ræða útgefendurnir tilgang bókarinnar og telja 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.