Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 39
Smálegt um Aldamótabókina
fróðleik, þar á meðal kvæðum eftir
austfirsk skáld, einnig handritum og sendi
fyrstur manna handrit til Bókmennta-
félagsins í Kaupmannahöfn, sem urðu
stofninn að handritasafni þess. Eftir-
tektarvert er að í ferðasögu sinni harmar
Ebenezer Henderson að hafa ekki hitt
þennan heiðursmann sem var ekki heima
þegar Henderson var á ferðinni, en kona
Jóns tók honum með hinni stökustu
góðvild og gestrisni.“16 Honum varð það
undrunarefni „... að finna þar allstórt
bókasafn lestrarfélags. Hefir húsbóndinn af
áhuga komið því á fót og hýsir safnið til
eflingar fróðleiks í ýmsum greinum. Slíkar
stofnanir víðsvegar um landið mundu verða
til ósegjanlegrar nytsemdar,“17 segir hann í
ferðabók sinni. Jón Stefánsson hefur
auðvitað gjörþekkt þá breytingu sem orðin
var á kirkjusöngnum í Danmörku og
ofboðið hve íslenski kirkjusöngurinn var
sums staðar orðinn slitinn og breytingar-
þurfi. Sjálfur hafði hann aðstöðu til að láta
að sér kveða í þessum efnum því að hann
var ijárhaldsmaður kirkjunnar að Hálsi í
Hamarsfirði. í visitasíu prófastsins Jóns
Högnasonar (1727-1806) hinn 7. september
1803 segir að faktor Stephensen hafi árið
1802 gefið kirkjunni „...hina nýju messu-
söngsbók og rímtöflu með sálmanúmerum
til eftirréttingar.“18
Prófasturinn séra Jón Högnason hafði
lengst af þjónað Hólmum í Reyðarfirði.
Hann var prófastur Suður-Múlasýslu 1760-
1805, fyrst aðstoðarprófastur fóstra síns séra
Jóns Þorlákssonar á Hólmum, en tók árið
1786 að fullu við embættinu. Séra Jón
Högnason „... var talinn í röð merkustu
Söntafla í Kirkjubœjarkirkju frá 1805.
Ljósmynd: Snorri Sigurðsson.
presta“.19 Má það meðal annars marka af
því, að feðgarnir Finnur og Hannes
biskupar fólu honum að visitera flestar
Qarðakirkjur í Múlaþingi 1763 og 1779. í
embættistíð hans eru fyrstu söngtöflurnar
settar upp í kirkjum prófastsdæmisins og
verður því að telja líklegt að prófastur hafi
verið áhugamaður um breytingu á
kirkjusöngnum. Þjónusta séra Jóns við
Hannes biskup gæti bent til að prófastur
hafi hneigst að hugmyndum upplýsingar-
innar og þess vegna verið ljúft að greiða veg
Aldamótabókarinnar. Þess skal og getið að
16 Ferðabók eftir Ebenezer Henderson, Snæbjörn Jónsson, R.
1957, bls. 137
17 Sama
18 Prófastavisitasíubók Suður-Múlasýslu 1796-1805, geymd á
Þjóðskjalasafni
Páll Eggert Ólafsson, íslenzkar æviskrár III, bls. 157, Rvík.
1950.
37