Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 40

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 40
Múlaþing Söngtaflan í Eiðakirkju frá 1807. Ljósmynd: Snorri Sigurðsson. í heimakirkju hans að Hólmum var söngtafla frá 1808, nú í Þjóðminjasafni.20 Því miður virðist söngtaflan sem séra Jón getur í visitasíu sinni á Hálsi glötuð enda fauk sú kirkja árið 1892 og var ekki endurreist en ný kirkja byggð á Djúpavogi eftir að ákveðið var árið 1893, að flytja kirkjustaðinn þangað. Austfirðingar virðast annars gæta vel söngtaflna sinna og halda þeim til haga þótt nýjar kirkjur rísi. Þess vegna skreyta hinar fyrstu söngtöflur enn margar austfirskar kirkjur og minna á hið breytta helgihald sem þær innleiddu. Stíll þeirra er mjög keimlíkur, sér í lagi þeirra elstu, svo geta má sér til að einhver hagur Austfirðingur hafi smíðað þær og haft til hliðsjónar teikninguna í Aldamótabókinni. Elsta taflan sem enn er varðveitt, og mér er kunnugt um, er frá Hallormsstað frá árinu 1802. Hún er nú í Þingmúlakirkju, hefur sennilega verið flutt þangað um það leyti sem Hallormsstaðarkirkja var tekin niður og sóknin lögð til Þingmúla samkvæmt landshöfðingjabréfi 28. febrúar 1895.21 í Stafafellskirkju í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu - en Lónsbúar höfðu á þessum árum mikil samskipti við Djúpavog - er söngtafla frá 1804 býsna lík söngtöflunni frá Hallormsstað. Þessar tvær skera sig úr að því leyti að þær gera ráð fyrir öllum þáttum kirkjuþjónustunnar eins og fyrir er lagt í formála Aldamótabókarinnar, en þær söngtöflur sem síðar eru smíðaðar gera aðeins ráð fyrir sex þáttum messunnar. í því sambandi skal bent á söngtöflurnar í Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu frá 1805, í Eiðakirkju frá 1807, í Hofskirkju í Álftafirði frá 1808 og Hólmakirkju í Reyðarfirði frá 1808. Eftirtektarvert er að í þremur kirkjum að minnsta kosti hafa varðveist tréstokkar til að geyma í sálmanúmerin. Þeir eru í Stafafellskirkju frá 1804, í Kirkjubæjar- kirkju í Hróarstungu frá 1805 og í Valþjófs- staðakirkju frá 1805, sem sannar að þar hefur einnig snemma verið komin söngtafla á vegg þótt glötuð sé að því að best er vitað. Söngtafla sú sem nú prýðir Hjaltastaða- kirkju er líkrar gerðar og á Eiðum og víðar þótt yngri sé, ber ártalið 1847. Eins og fyrr getur hefi ég í einni austfirskri kirkju séð söngtöflu af steini. Slíkt taldi biskup Balle viðunandi lausn í Danmörku, þótt Geir biskup og Magnús Stephensen legðust gegn því hérlendis. Steintafla þessi hangir í Beruneskirkju yst 20 Þjms. nr. 7534a 21 Prestatal og prófasta á íslandi eftir Svein Níelsson, 2. útg. R. 1950, bls. 11. 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.