Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 41
Smálegt um Aldamótabókina
við Berufjörð, norðanmegin og er sprungin
sem ef til vill má rekja til þess að kirkjan
fauk í ofviðri árið 1873 en var endurreist
árið eftir. í þessu sama ofviðri fauk
Berufjarðarkirkja, sem stendur innar við
ijörðinn, einstaklega vel búin kirkja af
fornum munum - á meðal annarra
predikunarstóll frá 1690 og útsaumaður
altarisdúkur frá 1684. Hún var einnig
endurreist árið eftir og er söngtafla hennar
ársett smíðaárið 1874. Hún ber nokkuð
annan stíl en gömlu töflurnar.
Þótt söngtöflustíllinn taki að breytast
strax á 19. öld ber hann lengi svip af fyrstu
töflunum, t. d. söngtaflan í Vallaneskirkju
ársett 1832. Hins vegar liðu ekki nema fá ár
þar til menn tóku að minnka töflurnar og
gera aðeins ráð fyrir 6 messuliðum eins og
glöggt má sjá á töflunum í Kirkjubæjar-
kirkju frá 1805, Eiðakirkju frá 1807 og
Hofskirkju frá 1808. Allar bera þessar
söngtöflur smekkvísi og listrænu hand-
bragði vitni. Geta má til gamans að á Strýtu
spölkorn frá Hálsi ólst upp tréskurðar-
meistarinn Ríkarður Jónsson sem varð
löngu síðar landskunnur listamaður og skar
út söngtöflu kirkjunnar á Djúpavogi. Hún
skreytir nú vegg hinnar nýju Djúpavogs-
kirkju sem í rauninni er arftaki kirkjunnar á
Hálsi, gömlu sóknarkirkju Ríkarðs, en hann
hefur eflaust munað söngtöfluna þar. Við
vitum ekki hver smíðaði þá töflu. Hitt er
alkunna að margir ættmenna Ríkarðs þar í
grennd voru dverghagir.22 Og ekki skyldi
því gleymt að tréskurðarlistin á sér langa
hefð á Austurlandi - allar götur frá hinni
frægu Valþjófsstaðahurð.
22 Björn Th. Björnsson, íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, /,
Helgafell, R. 1964, bls. 173
Steintaflan í Beruneskirkju.
Ljósmynd: Ólafur Eggertsson.
Söngtaflan í Hofskirkju í Alftafirði.
Ljósmynd: Ragnar Eiðsson.
39