Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 48
Múlaþing
4. mynd. Ysta stóra skriðufarið í Arnaldsstaðaskógi frá 1941, innan og ofan við Stekkinn. Það er um 130
m breitt neðantil og er ennþá lítið gróið. Þessi skriða stíflaði Keldá og veitti henni austur á nesið í
Víðivallagerði. Sést ennþá stórgrýti í ánni. Ljósm. höf. 23. júní 1988.
nýlega steyptri hlöðu á Hlíðarhúsum, eyði-
lagði um 5 ha túns og hreif með sér vélar á
túninu. Upptök skriðunnar voru upp undir
brúnum, og vegna kulda undangengið
sumar var þess getið til að þar hefði
jarðvegur skrikað til á frostskán frá fyrra
vetri. Þetta mun vera stærsta skriðuhlaup
sem um getur í Fljótsdal. (Þjóðviljinn, 30.
okt. 1979; Týli 9 (2), bls. 58, Halldór
Pétursson. Ak. 1991).
I Múlaþingi 21, 1994, segir að hlaupið
hafi orðið að kvöldi 25. október, og hafi
upptök þess verið við grettistak í 600-700 m
hæð. „Mun hlaupið hafa hafist með því að
steinn þessi losnaði úr sæti sínu og tók á rás
niður fjallið“. Þetta er haft eftir Bjarna
Guðjónssyni á Valþjófsstað og Rögnvaldi
Erlingssyni á Víðivöllum.
(Armann Halldórsson 1994, bls. 197).
Um sama leyti féll stór skriða úr
vesturhlíð Múlans, stutt fyrir utan bæinn
Glúmsstaði I. Hún skemmdi ysta hluta
túnsins, kaffærði gamlan túngarð og teppti
þjóðveginn. Hún er sögð hafa komið úr 2-3
lækjargiljum (Sögn Jóns Þorvarðarsonar
bónda á Glúmsstöðum).
Af þessu yfirliti má draga þá ályktun, að
ekki hlaupi síður í íjallshlíðum sem vaxnar
eru skógi, en þeim sem skóglausar eru, og
virðist skógurinn því ekki hindra hlaup,
eins og oft er talið að hann geri. Skýringin
er raunar sú, að hlaup sem fallið hafa í
skógarhlíðum Fljótsdals, eiga öll upptök sín
ofan við skógana, og eru því komin á fulla
ferð, með tilheyrandi jarðraski þegar þau
komast niður í skóginn. Þrátt fyrir bindingu
trjárótanna nær skógurinn ekki að stöðva
hlaupin.
46